
Viðskiptavinir Nova eru þeir allra ánægðustu 17. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar og erum við í sykursætri sigurvímu, enda svakalega sætur sigur sem kallar svo sannarlega á dýsætar Takkarónur!
Viðurkenningunni tökum við sigri hrósandi en aldrei sem sjálfsagðri. Að baki henni liggur mikill metnaður, dass af keppnisskapi, sterkur liðsandi, stanslaust stuð og óþrjótandi þorsti í að veita allra bestu þjónustuna. Allt hefst þetta innra með okkur, því við trúum því að einungis með því að eiga ánægðasta starfsfólkið, þá getum við fyrst átt ánægðustu viðskiptavinina.
Viðskiptavinir Nova geta alltaf stólað á að fá mest fyrir peninginn og eru fríðindin FyrirÞig í Nova appinu fyrsta farrými fyrir þau sem vilja litríkara líf með 2F1, FríttStöff, og Klipp. Svo ekki sé minnst á allar snilldar tækninýjungarnar eins og eSIM, VoWiFi, 5G og Úrlausn - Við viljum alltaf vera fyrst á fleygiferð inn í framtíðina!
Við erum endalaust stolt, ánægð, hrærð, takklát og alls ekkert feimin við að flagga því að ekkert annað fyrirtæki getur með sanni sagst eiga ánægðustu viðskiptavinina 17 ár í röð. Fyrir það erum við virkilega takklát.
Takk fyrir að vera hjá Nova!
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent rannsókna. Ánægjuvogin er ein yfirgripsmesta og marktækasta mælingin á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is