Dansgólfið

20. apríl 2021

Apple kynn­ing­in með allt það nýjasta!

Tim Cook tók vel á móti okkur á fyrsta viðburði Apple árið 2021. Hann var gífurlega jákvæður og byrjaði á að spjalla um umhverfisstefnu Apple sem að virðist vera í topp málum hjá þeim. Það hefur verið nóg að gera hjá Tim upp á síðkastið því það var langur listi af nýjungum sem var farið yfir.

Podcasts appið hefur fengið yfirhalningu, nýja hönnun og spennandi fítusa. Það verður hægt að kaupa áskrift að hlaðvörpum, svo það ætti að gleðja alla þá sem halda uppi hlaðvarpi þessa dagana. Podcasts appið er orðið auðveldara og ánægjulegra en áður samkvæmt Tim. Við auðvitað elskum góða notendaupplifun.

iPhone 12 og iPhone 12 mini eru komnir í sumarskap og fást nú í fjólubláum lit. Það var reyndar mikil litagleði yfir þessum viðburði, enda er sumardagurinn fyrsti alveg að detta í hús svo það er frábært tilefni til að lífga upp á tilveruna.

En vindum okkur í stóru fréttirnar.

Apple-AirTags-Concept-Images

AirTags

Ef þú ert týpan sem að týnir veskinu, bíllyklunum, töskunni eða öðrum mikilvægum hlutum þá er AirTags eitthvað fyrir þig. Þetta er varan sem er búið að bíða eftir frá Apple á síðustu þremur kynningum. En hún er mætt á svæðið. AirTags notar tæknina frá Find My sem finnur allar Apple vörurnar þínar. En núna getur þú smellt AirTags á allt dót sem á það til að týnast á óheppilegustu tímum. Þú notar svo símann þinn til að finna dótið og hann segir þér í hvaða átt þú átt að fara til að finna dótið og hvað það er langt í það. Smá eins og heitur/kaldur leikurinn sem við fórum í þegar við vorum yngri. Þannig við notum netið til að leita að fróðleik og AirTags til að leita að dóti.

Apple TV 4K og fjarstýring

Apple TV 4K

Við eigum von á nýju Apple TV 4K og endurhannaðri fjarstýringu. Það verða eflaust margir ánægðir með það. Apple TV er nú með A12 Bionic örgjörvann og það er bara allt betra. Betri myndgæði með High Fram Rate HRD og nú getur þú notað iPhone símann þinn til að laga litajafnvægið á sjónvarpsskjánum, engin þörf á því að fikta í sjónvarpsstillingunum til þess. Fjarstýringin er mikið fagnaðarefni því nú eru bæði takkar og snertiskynjari. Þú getur svo spólað fram og til baka með hringnum á fjarstýringunni og líka slökkt á sjónvarpinu. Tim vill meina að þetta sé eina fjarstýringin sem þú þarft.

apple new-imac-spring21 hero 04202021 Full-Bleed-Image.jpg.large

iMac

Það er splunku nýr iMac að mæta á svæðið. Það er lögð mikil áhersla á jákvæðni, hressleika, litagleði, hönnun sem bætir og kætir og kannski er það akkúrat það sem við þurfum. iMac kemur í 7 litum og er agalega lekker. Tim talar um MacByltingu. Tölvan er 11mm á þykkt og er svo þunn að hún næstum hverfur og skjárinn er 24 tommur. Það heyrist lítið sem ekkert í henni eða 10db og til að setja það í samhengi þá er andardráttur sirka 10db og hvísl er 20db.

iMac er með M1 chip en það þýðir tölvan vinnur á ógnarhraða. Bættu 5G inn í dæmið og þú getur vafrað um allt netið á ofurhraða, unnið myndir, klippt drónamyndbönd af eldgosinu, tekið fjarfund og spilað tölvuleiki allt á sama tíma!

Talandi um fjarfundi þá er myndavélin í topp formi í þessari tölvu en hún skartar 1080p FaceTime camera sem er það besta sem hefur sést í iMac til þessa. Svo við ættum öll að vera óhrædd að kveikja á myndavélinni á fundum. Hljóðneminn dregur líka úr umhverfishljóðum og lætur röddina þína hljóma afskaplega vel. Svo ef hundurinn, krakkarnir eða kæró eru að gaspra heima þá ætti það ekki að hafa nein áhrif á hljóðgæðin á fjarfundinum.

Þú getur svo fengið lyklaborð með TouchID, mús og Trackpad allt í sama lit og tölvan. Meira að segja kapallinn á hleðslutækinu er í sama lit. Virkilega stíliserað allt saman.

iPad Pro

iPad Pro

iPad Pro er nú kominn með M1 chip eins og tölvurnar, hann styður núna 5G og kemur í tveimur stærðum 11 tommum og 12,9 tommum. Listinn yfir gæðin á þessari græju var gífurlega langur en við erum að tala um ótrúleg afköst, Liquid Retina XDR, 1600 nits af birtu, P3 Wide Color, True Tone, ProMotion, Ultra Wide myndavél, Motion tracking og bara nefnu það. Allt þetta og meira í þessu annars smáa tæki. Við fengum að sjá myndband með allskonar notendum úr skapandi geiranum og þau hreinlega sjá ekki sólina fyrir iPad Pro. Fól var hreinlega að peppa yfir sig, sem við skiljum ótrúlega vel.

Við getum ekki beðið að taka á móti nýju Apple dóti - þið verðið auðvitað fyrst til að heyra það!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri