Dansgólfið

16. apríl 2020

Apple kynnir iPhone SE

Apple kom öllum heldur betur á óvart og kynnti til leiks glænýja græju.

iPhone SE skartar hinum margrómaða A13 örgjörva sem gerir allt á ofurhraða svo það er hægt að þeysast á milli appa nánast á hraða ljóssins.

Myndavélin býður upp á Portrait mode og allskonar snjallar stillingar sem láta þér líða eins og atvinnuljósmyndara. Þú getur tekið upp myndbönd af þér í 4K, svo þegar þú tekur upp heimaæfingamyndbandið með ketilbjöllunni þá ættu allir að sjá hvern einasta svitadropa. Ef þú ert í súrdeigsbrauðsbakstri þá ætti ekki að vera mikið mál að ná einni girnilegri mynd af brauðinu sem þú getur deilt með öllum vinum þínum.

Rafhlaðan í iPhone SE gerir þér kleift að glápa á myndbönd í heila 13 klukkutíma í einum rykk. Það er mikilvægt á tímum sem þessum, svo þú þarft bara að finna þáttaröð til að hámhorfa, poppa og láta fara vel um þig.

Það eru þrír litir í boði. Svartur, hvítur og rauður. Stundum er betra að hafa ekkert of marga valkosti, það er nógu erfitt að ákveða hvað maður ætlar að horfa á á Netflix. En allir þessir litir eru glæsilegir - það er ekki spurning.

Við getum ekki beðið eftir því að fá þessa nýju græju í hús!

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova