Dansgólfið

7. júní 2023

Apple kynnir nýja leik­fé­laga til sögunnar!

Apple hefur loksins upplýst okkur um það sem er á dagskrá hjá þeim næstu mánuðina með kynningu sem mörg hafa beðið spennt eftir.

Tim Cook og vinir hans hjá Apple kynntu meðal annars til leiks Apple Vision og nýjasta iOS stýrikerið fyrir iPhone símana.

Vindum okkur í smá samantekt!

Betur sjá augu en auga!

Stóru fréttirnar eru klárlega Apple Vision gleraugun, sem eru eins konar gagnveruleiki þar sem skjárinn í gleraugunum varpar upp stýrikerfinu á umhverfið í kringum þig, svona eins og í Pokemon GO.

apple_visioin2

Notendaupplifunin er sérsniðin hverjum notanda og hægt er að stilla upp gluggunum, stærð þeirra og öllu þar á milli að vild.

apple_vision1

Þú stjórnar svo öllu með augum, höndum og röddini!

Hér má svo sjá allt um gleraugun!

Við búumst því miður ekki við því að sjá Vision gleraugun í sölu á landinu fyrr en á árinu 2024.

Stýrikerfið verður enn betra!

Meðal þess sem uppfærslan kynnir til leiks eru eins konar FaceTime talhólf, þar sem þú getur skilið eftir myndskilaboð þegar einhver svarar ekki FaceTime símtali. Einnig er að koma nýr fítus sem kallast einfaldlega “Check In” þar sem þú getur sent skilaboð til vina eða fjölskyldu um að þú hafir komist á leiðarenda án vandræða, með einum smelli! ios-image-3

Droppaðu við!

AirDrop hefur fengið uppfærslu og nú er í raun bara hægt að leggja tvo iPhone síma saman og deila myndum, tengiliðaupplýsingum o.fl á afar einfaldan máta. namedropios171

Notaðu símann sem náttborðsklukku!

Að lokum er ný skjástilling í boði þegar síminn er í hleðslu. Hver kannast ekki við það að rumska á nóttunni og kíkja á símann og þurfa að ýta á takka til að sjá hvað klukkan er?

lcimg b83618b0 1284 459a b6f6 6647aaa24d8b

Nú getur þú einfaldlega stillt símanum upp á hlið og þá virkjast svokallað “Always-on display” sem breytir símanum í lifandi tilkynningaborð. Þú getur stillt það og sett upp á hátt sem hentar þér. Viltu vera með stóra vekjaraklukku á borðinu? Eða sjá allar tilkynningar? Það er hægt núna!

Við fylgjumst vel með og látum vita þegar nýjar fréttir berast úr Apple heiminum!

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova