Dansgólfið

3. feb 2021

Áskorun í Apple Watch!

Áskorun í Apple Watch!

Við mælum svo sannarlega með því að fara út að leika. Hvort sem það er til þess að skemmta sér, bæta heilsuna, skoða nýja staði eða allt þetta á sama tíma!

Það er alltaf gott að fá smá hvatningu til þess að drífa sig af stað, Challenge í Apple Watch snjallúrinu er snilldar leið til þess. Í Apple Watch geturðu deilt Activity hringnum með vinum þínum og skorað á þá í keppni í hverri viku þar sem þið safnið stigum og reynið að klára hringina ykkar.

Þetta er minnsta mál í heimi.

Blogg Compete

Finndu vini þína

  • Opnaðu Activity appið í iPhone-inum eða Apple Watch úrinu
  • Farðu á Sharing skjáinn, smelltu á Invite a friend eða finndu plús merkið í úrinu og veldu þá vini sem þú vilt deila Activity hringnum með
  • Hinkraðu svo eftir því að vinir þínir samþykki að deila hringjunum með þér

Skoraðu á félagana

Með iOS 12 og watchOS 5 getur þú skorað á vini þína í 7 daga keppni. Þetta virkar þannig að þessa sjö daga fáið þið stig með því að fylla upp í Activity hringina. Þú færð stig fyrir hvert prósent af hringjunum sem þú klárar og þú getur fengið allt að 600 stig á dag. Sá sem er með flest stig eftir þessa 7 daga vinnur keppnina.

  • Opnaðu Activity appið í iPhone-inum eða Apple Watch úrinu þínu
  • Farðu á Sharing skjáinn og veldu vin sem þú vilt skora á
  • Smelltu á Compete og þarnæst á Invite og hinkraðu eftir að vinur þinn samþykki áskorunina

Haltu uppi stemningunni

Þegar þú byrjar að deila Activity hringjunum þínum og skorar á vini þína þá færðu tilkynningu þegar félagar þínir klára æfingu eða loka hringjum, þá getur þú sent til baka pepp eða pönkast aðeins í þeim, allt á íþróttamannslegum nótum auðvitað.

Þá er það bara áfram gakk og skora á næsta mann, góða skemmtun!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri