Dansgólfið

30. jan 2024

Breytum skjátíma í Játíma!

Þó skjánotkun og tölvuleikir geti verið ógnvekjandi, þá eru fullt af jákvæðum hliðum á tölvuleikjum og rafíþróttum og fræðsla fyrir foreldra mun auðvelda okkur að sjá þá.

Rannsóknir sýna að það eru bein tengsl á milli þess að foreldrar sýni ekki áhuga á því sem barnið er að gera og skjáfíkn verður vandamál í flestum tilfellum vegna þessa. Því er beint forvarnagildi með því að auka þátttöku foreldra.

Þegar krakkar eru í tölvunni eru þeir í raun í félagslegum aðstæðum án eftirlits. Þegar við erum að tala um játíma erum við líka að tala um yfirsýn og að upplýsa foreldra í að vita hvað börnin okkar eru að gera á internetinu.

Við köfum aðeins dýpra en yfirborðið, þú getur lært svo mikið út frá tölvuleikjum.

Við erum alltaf að láta krakka skammast sín fyrir áhugamálin sín og ef þau fá aldrei neinn stuðning erum við mögulega að loka á eitthvað sem gæti blómstrað áfram. Erum að loka á það að læra meira um börnin okkar þegar við erum ekki að mæta þeim þarna og sýna þeirra áhugasviði virðingu?

Esports Coaching Academy hefur þróað vöru sem fræðir foreldra um tölvuleikjaáhugamálið og leiðbeinir þeim um hvernig er gott að tengjast barninu sínu í gegnum tölvuleiki. Þá geta foreldrar einnig, auk fræðslunnar, fengið æfingaseðla fyrir heimaæfingar þar sem bæði foreldri og barn taka þátt og eyða góðum samverustundum saman í tölvunni. Hugmyndin að “Breytum Skjátíma í Játíma” byggir á nýlegum rannsóknum um vandamál tengdum skjánotkun sem sýna bein tengsl á milli takmarkaðrar þátttöku foreldra og fjölskyldu í stafrænum áhugamálum og vandræðahegðunar tengdri skjánotkun.

Þess vegna hafa ECA og Nova hnoðað saman í og bjóða upp á fræðslu í FríttStöff í Nova appinu fyrir foraldra barna. Esports Coaching Academy fræðir foreldra um tölvuleikjaáhugamálið og leiðbeinir þeim um hvernig er gott að tengjast barninu sínu í gegnum tölvuleiki. Þá geta foreldrar einnig, auk fræðslunnar, fengið æfingaseðla fyrir heimaæfingar þar sem bæði foreldri og barn taka þátt og eyða góðum samverustundum saman í tölvunni.

Sæktu fræðsluna hér!

Sýnum skjáhuga og breytum skjátíma í Játíma!

Mynd af Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson
Markaðsstjóri Nova