
Disney+ er komið til Íslands svo nú er ennþá auðveldara að losa sig við myndlykilinn.
Við fögnum komu Disney+ og trúum því að framtíð sjónvarps sé á netinu! Aukið úrval af afþreyingu er himnasending inn í haustið.
Hvað er Disney+?
Disney+ er efnisveita sem er aðgengileg á Íslandi! Fyrir aðeins rúmar 1.125 kr. á mánuði færðu aðgang að meira en 1000 bíómyndum, þáttum og öðru efni frá Disney, Pixar, Marvel heiminum, Star Wars og National Geographic. Svo þú getur glápt á gömlu góðu klassísku bíómyndirnar eða komið þér inn í allt það nýjasta og verið með puttann á púlsinum.
Disney+ virkar í öllum snjalltækjum, tölvum og bæði með Apple TV og Mi Android TV. Þetta er frábær viðbót í streymisveitu safnið fyrir allar ekki-risaeðlur sem eru löngu búnar að losa sig við myndlykilinn.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að fá sér Ljósleiðara hjá Nova, hröðustu nettengingu á Íslandi, sleppa óþarfa eins og myndlyklum og njóta þess að horfa á nákvæmlega það sem þú vilt.