Skip to content

Dansgólfið

9. okt 2018

,,Eitt það skemmti­leg­asta sem ég hef gert!”

3kON7Y3WoEeCaIewCgoeSQ

Í byrjun sumars auglýstum við hjá Nova og Huawei eftir umsóknum frá nemendum á öðru ári eða lengra komnum í verkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík til þess að taka þátt í starfskynningu hjá Huawei í Kína í ágúst sl.

Fjöldi umsókna barst dómnefnd sem valdi nemana tvo og voru það þau Hanna Ragnarsdóttir og Þórir Ármann Valdimarsson sem voru valin til að fara í starfskynningu hjá Huawei og taka þátt í verkefni sem ber heitið ,,Telecom seeds for the future” og hefur það markmið að kynna nemum starfstækifæri í fjarskiptageiranum. Hlutverk þeirra sem fá tækifæri til að fara til Kína er m.a. að miðla af reynslu sinni og þekkingu að ferð lokinni í samvinnu við Nova.

Meira um Seeds for the future, hér.

43475128 2196937193855862 2554989767087357952 n 43421434 587518105024832 15121978553794560 n

Námsferðin samanstóð af tveggja vikna starfskynning hjá Huawei í Kína í ágúst sl. Þar slógust þau Hanna og Þórir í för með fleiri erlendum háskólanemum. Þátttakendur dvöldu fyrri vikuna í Peking og seinni í Shenzen og fengu þau viku tungumálakennslu og menningarfræðslu um Mandarine, Huawei þjálfun í fjarskiptatækni, starfsþjálfun í höfuðstöðvum Huawei í Shenzen og öðluðust almennt dýrmæta reynslu.

Aðspurð sagði Hanna þessa ferð hafa verið reynslu sem hún muni búa að alla ævi og frábær upplifun í alla staði. ,,Mér fannst æði að fá að kynnast svona mikið af krökkum í sama geira og ég sjálf og byggja þannig upp tengslanet. Einnig var lærdómsríkt að kynnast hinum ýmsu hliðum kínverskrar menningar, að fá að sjá hvað er líkt og ólíkt með nútíma og fornri menningu Kína og að fá að upplifa blómstrandi tæknimenninguna. Ég lærði til dæmis næga Kínversku til að getað prúttað á mörkuðunum og fylgdi þannig fordæmi innfæddra. Í Shenzen fékk ég svo að kynnast einu fremsta fjarskiptafyrirtæki heims, Huawei, og fannst mér áhugavert að heyra hvernig fyrirtækinu hefur tekist að stækka svo ört sem raun ber vitni. Einnig var lærdómsríkt og skemmtilegt að læra fjarskiptatækni af starfsfólki Huawei."

Þórir var á sama máli og sagði ferðina til Kína vera eitt það skemmtilegasta sem hann hafi gert. ,,Bæði var þetta ómetanlegt tækifæri til að kynnast fyrirtækinu og læra hvernig flott stórfyrirtæki eins og Huawei virkar og læra um nýja tækni hjá þeim. Á sama tíma var ferðin einnig mikið tækifæri til þess að kynnast framandi menningu á jafn spennandi stað og Kína er í virkilega skemmtilegum hóp. Við skoðuðum Sumarhöllina, gegnum upp á Kínamúrinn og borðuðum spennandi mat á hverju kvöldi. Einnig víkkaði ferðin sjóndeildarhringinn minn til muna. Hópurinn sem fór út var einstaklega skemmtilegur og eignaðist ég marga nýja vini."

Hanna og Þórir töluðu bæðu um að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt að læra um og sjá framtíðarsýn Huawei og hugmyndir þeirra um notkun gervigreindar til að tengja heiminn enn frekar á komandi árum, en það er tækni sem mun verða til staðar næstu árin og mun verða spennandi að sjá hvernig hún mun hafa áhrif á heiminn.

Við þökkum þeim Hönnu og Þóri fyrir að deila með okkur upplifun sinni af þessari frábæru ferð og bíðum spennt eftir að sjá hvað Huawei kynnir fyrir okkur í náinni framtíð!

43496527 1687285831376233 8546351703421616128 n 43534312 1125965417579218 1314832838134071296 n 43437564 2114412158598469 3204164453151014912 n