Dansgólfið

11. júní 2019

Endur­græddu hjá Nova!

Endurgræddu hjá Nova!

Gamalt og gott upp í nýtt og betra!

Það er ótrúlegt hvað safnast fyrir í geymslum, skúffum og skápum. Hversu marga gamla síma ert þú að geyma, bara svona af því bara? Okkur hjá Nova er umhugað um þessi gömlu og gleymdu tæki, jörðina, og þig auðvitað. Þess vegna getur þú núna skipt gömlu ónotuðu snjalltækjunum þínum upp í eitthvað nýtt og betra.

Komdu með gamla símann, snjallúrið eða spjaldtölvuna í næstu verslun okkar. Við metum tækin og þú færð inneign sem þú getur svo notað upp í hvaða dót sem þú vilt hjá Nova. Og úrvalið þar er sko ekkert slor. Símar, heyrnartól, græjur og hvað sem þér dettur í hug.

Og það besta. Það skiptir engu máli í hvaða ástandi tækið er, við tökum við öllum gömlum, brotnum, þreyttum og ónýtum tækjum og komum þeim í vænt og grænt ferli. Þú græðir, jörðin græðir, allir græða!

Smelltu hér til að sjá hvað þú færð fyrir þín tæki.

Embedded content: https://www.facebook.com/watch/?v=316920459239341