Dansgólfið

12. mars 2019

Enn betra Nova TV!

Nýjungar í Nova TV, útgáfu 1.4:

  • KrakkaRÚV er komið á forsíðu og með flokkaða undirsíðu
  • Flokkað efni frá RÚV og flokkuð undirsíða
  • Chromecast stuðningur
2fb7CGlNxOJkTfO5kjVIGn

Nova TV er fyrir alla fjölskylduna og við viljum að vandað íslenskt barnaefni sé aðgengilegt fyrir alla. Hið stórskemmtilega og fjölbreytta KrakkaRÚV hefur því fengið sérstakan heiðurssess á forsíðu, auk þess sem efni þaðan er flokkað á sérstakri undirsíðu. Það sama á í raun við um allt annað efni frá RÚV, sem er nú vandlega flokkað inni í Nova TV.

Nú geta Android notendur einnig andað léttar, því Chromecast stuðningur er kominn í útgáfu 1.4. Nova TV. Nú er því hægt að varpa dýrðinni upp á alla mögulega og ómögulega skjái, bæði með Android eða iPhone.