Dansgólfið

1. feb 2023

Ess, tveir og þrír!

Ess, tveir og þrír!

Samsung var rétt í þessu að ljúka Galaxy Unpacked kynningunni sinni þar sem þau kynntu nýjustu línuna af Galaxy S símunum.

Þrír nýjir snjallsímar voru kynntir þar sem hver týpa er ótrúlegri en sú síðasta!

Símarnir sem Samsung kynnti til leiks að þessu sinni heita Samsung Galaxy S23, S23+ og S23 Ultra.

Samsung heldur áfram að kynna nýjustu tæknina í tæknigeiranum og núna eru myndavélarnar í Galaxy S símunum þær bestu í bransanum. Super HDR. 8K, 30FPS upptaka, 200MP myndavél í S23 Ultra og 50MP á S23 og S23+. Þú ert með kvikmyndaupptökuvél í vasanum!

galaxyS23Ultra

Batteríið í S23 týpunum er með 3900 mAh batterí, S23+ er með 4700 mAh og S23 Ultra er með 5000 mAh batterí svo þú klárir aldrei gleðina meðan þú þýtur um á netinu!

Skjárinn er bjartari og vinnur hraðar og hefur aldrei litið betur út! Samsung Galaxy S23 er með AMOLED 2x skjá með allt að 120 Hz endurnýjunartíðni sem gefur skilvirka svörun og notkun tækisins ánægjulega hvort sem það er verið að vafra, hreyfa hluti til eða skrifa skilaboð. Skjárinn er svo bjartur að sólarljósið hefur ekki áhrif á skýrleika og þú getur notað græjuna í hvaða aðstæðum sem er!

skjar - ultra

S23 og S23+ koma í 4 litum: Lavender, Green, Cram og Phantom Black. S23 Ultra kemur í sömu litum.

s23 litir

Símarnir eru að sjálfsögðu komnir í sölu á nova.is!

Einnig kynntu Samsung Galaxy Book 3 Ultra og Galaxy Book 3 Pro og Pro 360 fartölvurnar.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova