Dansgólfið

1. mars 2017

Facebook Video komið í Apple TV

Nú er hægt að sækja Facebook Video appið í App Store í Apple TV.

Appið er nýjasta útspil Facebook til þess að ýta undir myndbönd sem notendur búa til og deila á samfélagsmiðlinum.

Facebook Video komið í Apple TV

Með appinu er hægt að horfa á myndbönd sem notandinn hefur sjálfur sett inn eða vistað, horfa á myndbönd sem vinir hafa deilt eða horfa á beinar útsendingar frá Facebook-síðum sem notandinn fylgir (follow).

fb 05

Eini gallinn við appið er að ekki er hægt að leita að efni en gera má ráð fyrir því að það verði bætt í næstu útgáfu appsins.

fb 04

Stærsti kosturinn við appið er sá að nú er á auðveldan hátt hægt að fletta á milli ólíkra myndbanda á Facebook og horfa á myndbönd í sjónvarpinu heima í stofu.

fb 03

Mynd af Viktor Daði Einarsson
Viktor Daði Einarsson
Markaðsfulltrúi