
Það gleður okkur að tilkynna að nú getur þú notað símann í Bretlandi, Gíbraltar, Jersey, Mön (Isle of Man) og Guernsey á enn betri díl. Netnotkun í þessum löndum mun nú fylgja innifalda gagnamagninu sem þú getur nýtt þér í netpakkanum þínum innan EES. Jafnframt getur þú hringt og sent SMS innan þessara landa á sömu kjörum og heima á Íslandi. Þú notar símann bara alveg eins og hérna heima.