Dansgólfið

20. mars 2019

Floni mælir með tónlist og þáttum

Tölum um tónlist og sjónvarpsþætti! Eitt er víst og það er að á netinu er nóg af tónlist og sjónvarpsefni. Dagar tækja eins og kasettuspilara og afruglara eru á enda og við horfum og hlustum hvar og hvenær sem er svo lengi sem við erum tengd netinu. Við fengum Flona til að mæla með unaði fyrir eyru og augu sem finna má á Spotify og Netflix. Njótið!

Blogg1

Offset

Offset er nýlega búinn að gefa út plötuna FATHER OF 4 sem er fyrsta solo platan hans frá því að Migos grúppan ákvað að meðlimirnir myndu gera sínar eigin Solo plötur eftir CULTURE I og CULTURE II. Uppáhalds lögin mín af þessari plötu eru Legacy (feat. Travis Scott og 21 Savage) og Quarter Milli (feat. Gucci Mane). Þessu hendi ég í gang til að rífa mig upp á morgnana.

Hlusta á Offset.

Blogg2

Blueface

Blueface er einn þeirra tónlistarmanna sem koma mér alltaf í stuð þessa dagana og þá t.d með laginu Thotiana og Dead Locs. Hann er nýkominn upp á sjónarsviðið í Bandaríkjunum með sinn sérstaka rapp stíl í bland við klassíska West Coast stílinn.

Hlusta á Blueface.

Blogg3

Roy Woods

Toronto R&B söngvarinn sem ég set á eftir klukkan 12 á kvöldin þegar ég er kominn upp í rúm í kósí. Hann á geggjuð lög eins og lagið Drama, featuring Drake sem er líka frá Toronto. Platan Waking at Dawn er alveg einstaklega góð.

Hlusta á Roy Woods.

Blogg4

Punisher

Netflix þættirnir Punisher eru hörku spennandi og vel gerðir Marvel þættir. Ég myndi segja að þeir væru alveg geggjaðir til að detta í þegar maður vill liggja upp í rúmi og horfa á þátt eftir þátt og ekki gera neitt annað.

Horfa á Punisher.

Blogg5

Brooklyn Nine - Nine

Netflix þættirnir Brooklyn Nine - Nine eru ótrúlega skemmtilegir. Leikarinn og grínistinn Andy Samberg fer á kostum í þessum seríum. Ef þú ert lítil(l) í þér þá skellirðu einum Brooklyn Nine - Nine á skjáinn og vandamálið er leyst.

Horfa á Brooklyn Nine - Nine.

Blogg6

Rick and Morty

Rick and Morty eru einnig í miklu uppáhaldi. Þetta er Sci-Fi og ævintýri blandað saman í svo ótrúlega öðruvísi og vel úthugsaða kómedíu. Ef þú ert fyrir virkilega óútreiknanlega og skrítna en svo skemmtilega þætti, þá mæli ég með Rick and Morty.

Horfa á Rick and Morty.