Dansgólfið

12. júlí 2023

Förum örugg út að leika!

Í gær reimaði starfsfólk Nova á sig dansskóna, pakkaði konfettíinu og fór í sannkallaða ævintýragöngu að gossvæðinu við Litla-Hrút.

Unnið var að bættu fjarskiptasambandi við gosssvæðið til að tryggja farsímasamband og öryggi gesta og viðbragðsaðila svo öll geti gert sér ferð að nýjasta náttúruundri landsins. Nova hefur virkjað viðbótarsenda á núverandi sendastöðum sem hefur nú þegar bætt farsímasambandið á eldgosasvæðinu.

Til að tryggja besta sambandið á gönguleiðinni mun nýr færanlegur viðbótarsendir verða settur upp. Öll fjarskiptafélög vinna sameiginlega að þeirri uppsetningu í samvinnu við Neyðarlínu sem leiðir verkefnið og er undirbúningur langt á veg komin. Forgangur er að tryggja öryggissamskipti á svæðinu þannig að sem flestir geti notið náttúrunnar í besta sambandinu.

Við viljum tryggja að þau sem fari af stað að gosinu geti verið í traustu og góðu farsímasambandi, smellt af myndum og póstað pósumyndum með eldgosinu á miðlana sína, og geti að sjálfsögðu í leiðinni hringt og haft samband við viðbragðsaðila ef eitthvað bjátar að.

Það er tilvalið að gera sér ferð að gossvæðinu og fara aðeins út að leika í góða veðrinu í góðum félagsskap. Gönguleiðin er 18 km svo við mælum með góðum skóm og öllu því helsta sem þarf í góða göngu! Ekki gleyma svo að hlaða símann!

Góða ferð!

Mynd af Ólafur Magnússon
Ólafur Magnússon
Framkvæmdastjóri Tækni & Nýsköpunar