Dansgólfið

5. mars 2023

Fræðsla í Frítt­Stöff!

Á tímum þar sem við höfum aldrei haft það jafn gott þá höfum við aldrei verið jafn sundruð. Aldrei verið jafn ósammála. Aldrei verið jafn tortryggin í garð hópa sem við þekkjum ekki eða skiljum.

Hvaðan sem við komum eða fæðumst, hvernig sem við erum á litin eða í laginu, hvort við erum hinsegin eða kynsegin eða hvort við erum með einn fót eða tvo þá eigum við öll þennan heim saman. Við eigum öll skilið að elska og vera elskuð skilyrðislaust – án fordóma og haturs.

Fordómar eru ekkert nema fáfræði. Þess vegna bjóðum við upp á fræðslu í FríttStöff.

Við fáum til okkar allskonar fólk sem öll tala opinskátt um sinn heim og hvernig þau upplifa samfélagið sem við búum öll í saman. Hvernig er að vera íslendingur af erlendum uppruna? Hvernig á ég að nota persónufornöfn rétt? Hvernig mætir samfélagið fólki með fötlun? Þú kemst að því í FríttStöff.

Þú einfaldlega skellir þér í Nova appið, og nælir þér í fræðsluna í FríttStöff!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri