Dansgólfið

15. mars 2022

Framlag Nova til flótta­fólks frá Úkraínu

Við hjá Nova finnum til samfélagslegrar ábyrgðar og viljum sýna það í verki að við styðjum við Úkraínumenn á flótta frá heimalandinu vegna ástandsins þar.

Við höfum því fellt niður allan kostnað af símtölum og SMS frá Íslandi til Úkraínu um óákveðin tíma. Þau sem eiga fjölskyldu og vini sem enn eru þar geta því heyrt í þeim án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði.

Við viljum einnig gera okkar í því að aðstoða fólk frá Úkraínu sem eru nú þegar komin til landsins. Við erum í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir sem halda vel utan um þennan hóp. Allir flóttamenn fá 3 mánaða notkun hjá okkur á 0 kr. ásamt símanúmeri.

Við munum halda því áfram að sýna það í verki og styðja við þennan góða hóp sem leitar til Íslands og bjóðum þau hjartanlega velkomin!

Mynd af Þuríður Björg Guðnadóttir
Þuríður Björg Guðnadóttir
Framkvæmdastjóri Nova upplifunar