Dansgólfið

3. feb 2023

Fram­tíð­in er handan við hornið - spáðu í því!

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tæknigeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi.

Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Nova verður að sjálfsögðu á svæðinu að sýna frá því helsta sem við höfum verið að bralla og gefum smá innsýn inn í það sem við erum að bralla og mun líta dagsins ljós á næstu misserum.

Það er tilvalið að líta við á básnum okkar og kjafta um tækni og framtíðina. Spákonurnar í Lólu Flórens verða á staðnum að lesa í tarot spil og spá fyrir um framtíðina líka, svo það ættu allir að fara heim með nógu að spá í og smekkfullan upplýsingabanka um það hvernig næstu ár munu líta út í tæknigeiranum!

Það verður opið fyrir gesti og gangandi í Hörpunni á laugardaginn kl 10-17 og við hvetjum sem flesta til að mæta með fjölskylduna og gera sér glaðan dag!

Við hlökkum til að sjá ykkur - spáum saman í framtíðinni!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri