Dansgólfið

15. júlí 2021

Garden Party með Nova!

Garden Party með Nova!

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti í Laugardal 14. ágúst næstkomandi. Svæðið opnar kl 12.00 og gleðin stendur til klukkan 21:00!

Hátíðin er fyrir unga á öllum aldri, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta lífsins með girnilegum mat og frábærri tónlist. Það verður fjölbreytt skemmtun fyrir alla og margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk á hátíðinni.

Bubbi, Briet, Friðrik Dór, GDNR, Hipsumhaps, Sigrún Stella og Emmsjé Gauti verða á svæðinu og halda stemningunni gangandi. Einnig munu víðfrægir leynigestir mæta á svæðið og fleiri listamenn munu bætast í hópinn.

Matarvagnar frá Reykjavík Streetfood tryggja fjölbreytt matarúrval ásamt miklum grillmeisturum sem munu vippa fram girnilegum réttum. Lengsti bar á Íslandi mun sjá öllum fyrir ísköldum veigum og einnig verður veglegt Kampavínstjald þar sem bubblur af öllum stærðum og gerðum verða á boðstólnum.

Leiktæki og skemmtilegheit verða á staðnum fyrir yngstu gestina svo allir geta fundið gleði við sitt hæfi.

Miðaverð á hátíðina er 3.900 kr fyrir fullorðna, 2.000 kr. fyrir yngri en 12 ára og frítt inn fyrir yngri en 6 ára. Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd með fullorðnum

Nældu þér í miða hér! Þú finnur svo miðann þinn í Vasanum í Nova Appinu!

Njótum saman í sumar!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri