Dansgólfið

10. júlí 2019

Hafðu það Novalegt í fríinu

Ertu á leið í frí? Þá er heldur betur lífsnauðsynlegt að vera vel tengdur! Þabbaraþannig. Þú gætir tæknilega séð eytt dýrmætum tíma í að elta uppi kaffihús og hótel-lobbý sem bjóða upp á vafasamt wi-fi sem dettur inn og út og virkar eiginlega bara ef þú stendur í einmitt rétta horninu hægra megin við lyfturnar. Eða, þú gætir hætt að hafa áhyggjur og notið þess að vera í fríi með blússandi nettengingu frá Nova.

Við minnum á að þú getur talað ótakmarkað og sent SMS á 0 kr. í öllum EES-löndum í Evrópu þegar þú ert í áskrift eða frelsi hjá Nova ásamt því að geta notað hluta af því gagnamagni sem þú átt heima úti líka. Til að komast á netið mælum við með ferðapakkanum, sem tryggir þér 500 MB netnotkun á dag.

Traustasti ferðafélagi farsímans.

Nova appið er traustasti ferðafélagi farsímans en þar getur þú fylgst með notkuninni þinni, séð hversu mikið gagnamagn er innifalið í EES í þinni áskrift og séð hversu mikið þú ert búinn að nota mikið af netinu erlendis. Einnig er hægt að kveikja og slökkva á ferðapakkanum og opna á netnotkun erlendis.

Hvaða lönd eru í Evrópu og EES?

Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Gíbraltar, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Lichtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland. Einnig Álandseyjar, Kanaríeyjar, Jersey, Gönsey, Mön og Vatíkanið.

Hvaða lönd eru í Evrópu og EKKI í EES?

Albanía, Andorra, Bosnía / Hersegóvína, Grænland, Kosóvó, Lýðveldið Makedónía, Moldóva, Rússland, San Marínó, Serbía, Svartfjallaland, Sviss, Úkraína.

Ég kemst ekki á netið og get ekki hringt, hvað get ég gert?

Gott er að byrja á því að endurræsa símann, því oft er það nóg til þess að síminn nái tengingu við símkerfi erlendis. Ganga þarf úr skugga um að opið sé fyrir notkun erlendis í stólnum en einnig er hægt að kanna það í appinu. Kveikt þarf að vera á data roaming/gagnareiki í símanum ásamt mobile data/farsímagögnum, en ef þú ert ekki viss um hvernig á að kveikja á því koma nánari leiðbeiningar aðeins neðar í færslunni. Ef þú ert að reyna að hringja og ekkert virkar, er skýringin líklegast sú að þú ert ekki að setja inn réttan landskóða fyrir framan númerið sem þú ert að hringja í. Ef þú ert að hringja til Íslands þarftu t.d. að setja 00354 eða +354 og svo símanúmerið.

Varstu svo óheppinn að týna símanum þínum?

Þá mælum við með að hafa strax samband við þjónustuverið í 5191919 til að láta loka á númerið þitt til að koma í veg fyrir óæskilega notkun.

Ferðapakkinn

Ferðapakkinn gerir þér kleift að nota Nova farsímann þinn á lægra verði í útlöndum og þá sérstaklega netið í símann. Ferðapakkinn kostar 990 kr. á dag, og þú borgar bara daggjald fyrir þá daga sem þú notar símann í útlöndum. Ef innifalið gagnamagn klárast bætast við önnur 500 MB skv. verðskrá. Þú greiðir ekki fyrir símtöl og SMS til Íslands og innan viðkomandi lands þar sem þú ert. Sé hringt til annarra landa eða sent SMS gildir almenn verðskrá yfir notkun erlendis. Þú getur skráð þig í Ferðapakkann í Áskrift eða kveikt á honum eftir þörfum í Nova appinu undir Stóllinn/Stillingar. Í frelsi færðu Ferðapakkaáfyllingu á nova.is og í Nova appinu.

Við mælum með Ferðapakkanum þegar ferðast er til þessara landa

Andorra, Ástralía, Bandaríkin (USA), Bosnía Hersegóvína, Grænland, Hong Kong, Hvíta Rússland, Indónesía, Ísrael, Japan, Kanada, Kína, Mexíkó, Moldavía, Oman, Serbía, Singapúr, Suður-Kórea, Sviss, Rússland, Taívan, Tyrkland, Taíland og Úkraína.

Hvernig kveiki ég svo á gagnareiki?

Samsung og aðrir Android símar, Stillingar -> Tengingar -> Farsímakerfi og smellir á Gagnareiki
Kveikt þarf að vera á farsímagögnum svo hægt sé að kveikja á gagnareiki

Ef þú ert með iPhone, ferðu í Settings -> Mobile Data -> Mobile Data Options og smellir svo á Data Roaming

Stanslaust stuð!

Það er fátt leiðinlegra en að ætla að snappa sigurmark hjá Íslandi eða hringja í vin og rafhlaðan á símanum er tóm. Ekki örvænta, við erum með fjöldann allan af stuðpinnum sem halda stuðinu gangandi alla ferðina, ferðahleðslur á frábæru verði.

Ekki tókst að sækja vöru með "nova-studpinni-5200-mah" sem ID
Mynd af Þuríður Björg Guðnadóttir
Þuríður Björg Guðnadóttir
Yfirmaður einstaklingssviðs