Dansgólfið

13. júní 2022

Hjálpin á nova.is

Höfum við ekki öll lent í því að verða netlaus heima á kvöldin? Eða lent erlendis eftir langa flugferð og síminn virkar ekki? Jafnvel bara fengið rukkun í netbankann og vita ekkert fyrir hvað hún er?

Þá þarf að leita að upplýsingum og svörum til að geta brugðist við vandanum - og allir hafa sínar leiðir til að hafa samband. Sumir dýrka að spjalla í símann við okkur og sífellt fleiri leita til okkar á netspjallinu. Svo eru það þau sem vilja bara fá að hjálpa sér sjálf.

Við útfærðum netspjallið okkar á nova.is til þess að auka við þjónustustigið okkar og netspjallið er núna opið alla daga til kl 22 á kvöldin. Það er snilld.

Veistu hvað er enn meiri snilld? Að þurfa ekki að hafa samband við okkur yfirhöfuð og viðskiptavinir okkar geta hjálpað sér sjálf - allt án þess að þurfa að heyra í okkur!

Við erum nefnilega með Hjálpina á nova.is

Hjálpin á nova.is er opin allan sólarhringinn. Þar finnur þú hafsjó af ýmisskonar fróðleik sem getur hjálpað þér í ýmsum aðstæðum.

Þú getur fundið allt um þjónusturnar okkar, Úrlausn, Kastarann, SjálfsVörn, NovaTV og þar fram eftir götunum. Þú getur einnig fundið allt um það hvernig reikningarnir okkar virka eða hvernig viðgerðarferlið er yfir í það hvernig þú tengir ráterinn þinn og hvernig þú átt að bregðast við netleysi á heimilinu.

Ef þú hefur spurningu, þá hefur Hjálpin svarið.

Mundu eftir Hjálpinni þegar þú lendir í vandræðum, hún tekur sér nefnilega aldrei frí!

Mynd af Arnþór Guðmundsson
Arnþór Guðmundsson
Markaðshetja