Dansgólfið

6. maí 2020

Hjólaðu í vinnuna!

Hjólað í vinnuna!

Frá 6. - 26. maí ætlum við öll að leggja bílnum og hjóla í vinnuna! Auðvitað má rölta, skokka, skeita, rúlla á rafskútu og þetta er gullið tækifæri til þess að draga upp línuskautana ef maður er í þannig skapi.

Hér koma nokkur öpp sem geta hjálpað þér að fá yfirlit yfir alla kílómetrana sem þú spænir upp - þú skráir þá svo auðvitað inn á hjoladivinnuna.is!

Strava

Strava en virkilega einfalt og gefur þér allar upplýsingar um ferðina þína á myndrænan hátt. Strava er líka samfélagsmiðill þar sem þú getur fylgst með því hvað vinir þínir eru að bralla, kvatt þá áfram með skemmtilegum skilaboðum og svo getur þú fengið frábærar hugmyndir að nýjum leiðum frá vinum þínum! Þú getur svo tengt Strava við púlsmæli til þess að vera með hverja hreyfingu á hreinu!

Strava fyrir iOS

Strava fyrir Android

Borgarvefsjá og já.is

Á borgarvefsjá getur þú mælt út vegalengdir og á ja.is er kortavefur sem nær yfir allt landið þar sem þú getur mælt vegalengdir að vild.

Activity

Ef þú átt Apple Watch þá er tilvalið að nota Activity appið til að fylgjast með öllum þínum ferðum yfir daginn. Þá færð þú yfirlit yfir brennslu, vegalengdir sem þú ferðast, hversu mikið þú stendur kyrr, hversu margar hæðir þú þýtur upp og margt meira! Svo sérð þú hvernig þú ert að standa þig í dag borið saman við fyrri daga. Það ætti heldur betur að halda þér á tánum.

Activity fyrir iOS

Runkeeper

Hér er á ferðinni fjölhæft app þar sem þú getur fylgst með allskonar ferðum og æfingum, svo ef þú ætlar að nota allskonar leiðir til að koma þér á milli staða þá er þetta app kannski málið fyrir þig.

Runkeeper fyrir iOS

Runkeeper fyrir Android

Nú er um að gera að smyrja hjólið, línuskauta eða rafskútuna og bruna út í vorið!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri