Dansgólfið

27. nóv 2020

Höldum gleðinni gangandi á Novasvell­inu!

Höldum gleðinni gangandi á Novasvellinu!

Novasvellið er orðið fastur partur af jólaundirbúningi okkar allra og fer nú upp í sjötta sinn. Auðvelda ákvörðunin hefði verið að hætta við svellið en við höldum auðvitað gleðinni gangandi þó á móti blási en með örlítið breyttu sniði heldur en síðustu ár.

Jólaandinn mun svo sannarlega svífa um svellið. Undanfarin ár hafa um 20 þúsund manns skautað inn í jólin á Novasvellinu á Ingólfstorgi og í ár getur þú bókað þína jólastund á Novasvellinu og notið þess að skauta með þínu uppáhalds fólki. Við mælum með því að bóka sér tíma með fyrirvara til að sem flestir fái að njóta.

Það er lítið mál að bóka skautastund fyrir þig og þína

  • Smelltu þér á nova.is
  • Veldu dagsetningu, tíma og hvað þið eruð mörg
  • Smelltu á staðfesta og græjaðu greiðsluna
  • Við mælum með því að þú mætir 10 mínútum áður en að þín gleðistund byrjar, svo að þú sért örugglega með skauta á fótum og hjálm á höfði þegar þín skautastund rennur upp

Fjórtándi jólasveinninn, Grímusníkir, verður á staðnum og passar uppá að allir eigi Novaleg jól! Við leggjum auðvitað mikið upp úr sóttvörnum á svæðinu svo allir geti verið með gleðina í fyrirrúmi á Novasvellinu.

Við munum eingöngu selja miða í gegnum Nova appið og vefinn þar sem þú kaupir miða á sérstökum tíma til að stýra fjölda á hverjum tíma á svæðinu. Novasvellinu verður skipt upp í tvö svæði: Glimmersvæðið og Diskósvæðið, svo að þú getir sýnt listir þínar á svellinu með tvo metra á milli! Við mælum með grímum og svo er nóg af spritti á staðnum fyrir þig og þína. Það er líka allt í lagi að vera með táfýlutær í skautunum, þeir eru allir sprittaðir vel og vandlega eftir notkun!

Léttar veitingar og drykki má finna við Novasvellið til að halda á þér hita á milli skautaferða og koma þér í jólaskapið!

Novasvellið er opið flest alla daga í desember frá kl. 12:00 – 21:00.

Þorláksmessa 12:00 - 21:00

Aðfangadagur: lokað

Jóladag: lokað

Annar í jólum: 12:00-20:00

Gamlársdagur: 12:00 - 16:00

Verðskrá:

Aðgangur á svellið: 1.290 kr.

Aðgangur á svellið: 1.090 kr. ef greitt er með AUR appinu (www.aur.is):

Skautar og hjálmur - frítt fyrir alla!

Við hlökkum til að skauta með ykkur inn í jólin!

Íþróttatíminn og fyrirtækjafjörið verður draumi líkast á svellinu. Við tökum sérstaklega vel á móti skóla- og fyrirtækjahópum! Heyrið í okkur á [email protected] til að fá frekari upplýsingar.

Mynd af Stefanía Gunnarsdóttir
Stefanía Gunnarsdóttir
Markaðsfulltrúi