Dansgólfið

27. sept 2019

Hoppaðu frítt með Nova!

Núna getur þú leigt umhverfisvænan fararmáta þegar þér hentar. Þú Hoppar frítt hjá Nova, nældu þér í fría ferð í Frítt stöff í Nova appinu!

Hoppaðu frítt með Nova!

Þú stýrir ferðinni!

Við erum hoppandi spennt fyrir þessari nýjung. Hopp bjóða upp á auðvelda leið til að leigja umhverfisvænan fararmáta í appi! Svo nú er hægt að hoppa á milli staða á hágæða rafskútu.

Nova býður þér fría ferð með Hopp í gegnum Nova appið, svo ef þú þarft að hoppa í sund, á æfingu, í skólann eða á fund þá geturðu sótt fríu ferðina þína og tekið reynsluakstur. Í Hopp appinu þá sérðu hvar næsta rafskúta er staðsett, þú skannar QR kóðann og hoppar af stað. Svo skilurðu rafskútuna eftir innan þjónustusvæðis Hopp. Þjónustusvæðið mun stækka á næstunni og fleiri rafskútur munu koma í umferð.

Rafskútur eru umhverfisvænn ferðamáti og svo sannarlega partur af framtíðinni. Þetta er frábær viðbót í samgönguflóruna og gerir þér kleift að hoppa á milli staða þegar þér hentar. Þú stýrir ferðinni. Þú sleppur við að bíða eftir strætó eða sitja fastur í bílaskrúðgöngu og mæta of seint í vinnuna.

En það er að koma vetur!

Veturinn er óumflýjanlegur, það er staðreynd. Það er einmitt ástæðan fyrir því að Hopp notar sterkbyggðar rafskútur sem eru hannaðar til þess að lifa veturinn af. Rafskútan er byggð fyrir óslétta vegi, bleytu, vind og allt það sem veturinn kemur með í farteskinu.

Hoppum á milli staða í vetur!

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri