Dansgólfið

1. júlí 2020

Hröðustu Eyjar í heimi!

Hröðustu Eyjar í heimi!

Vestmannaeyjar eru orðnar hröðustu eyjar landsins og jafnvel heimsins en við höfum komið upp 5G sendum í Eyjum sem munu margfalda mögulegan nethraða heimila í bænum!

Eyjar eru fyrsti bærinn til að 5G-væðast í heild sinni hér á landi en við erum á fullu að byggja upp þjónustusvæði 5G á landinu öllu.

Heimanet á ljósleiðarahraða!

Vestmannaeyjar hafa verið keyrðar alfarið á 4,5G sendum en 5G býður upp á meiri afköst, gífurlega hratt streymi, styttri svartíma, og niðurhal á ofurhraða. Eyjarnar eru því í dag með mestu mælanlegu afkastagetu þegar kemur að þráðlausum fjarskiptum. 5G hraði jafnast nefnilega á við öflugustu ljósleiðaratengingar þar sem þú getur hlaðið niður allt að 2,3 GB á sekúndu og svartíminn er undir 10 millisekúndur!

Við hjá Nova höfum átt gott samband við Eyjar í gegnum árin og höfum t.a.m. sett upp búnað þar fyrir hverja Þjóðhátíð til að mæta auknu álagi á kerfið. Við erum spennt að þjónusta Eyjamenn ennþá betur og koma þeim í hraðasta netsamband sem til er á markaðnum í dag. Eyjar verða þá líklega orðnar hröðustu eyjar í heimi!

Hittu okkur í Eyjum!

Sérfræðingar Nova verða í Pennanum Eymundsson í Vestmannaeyjum dagana 3.-7. júlí næstkomandi og munu aðstoða þá sem vill komast í háhraða 5G samband.

Mynd af Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Markaðsstjóri