Dansgólfið

13. sept 2018

Hvað er að frétta frá Apple?

Hvað er að frétta frá Apple?

Jæja þá er september kynningin frá Apple sem við höfum beðið eftir búin. Tim Cook forstjóri Apple sagðist ætla að tala um tæknina sem við hefðum á okkur daglega og hann stóð svo sannarlega undir því.

Væntingar til Apple kynninga eru oft á tíðum miklar og raunveruleikinn því oft harður þegar ljósin eru slökkt í Steve Jobs Theater að loknum kynningum. En þó margir hafi gert sér óljósar vonir um nýja heimsmynd með nýjum heyrnartólum, sjónvarpi, hátölurum og fleiru framúrstefnulegu þá er raunin sú að þær vörur sem voru kynntar eru bara mjög spennandi!

Án þess að fara mjög djúpt í tæknilega hluti þá er hér stutt yfirferð á þeim hlutum sem voru kynntir.

3 nýjir X símar!

Screen Shot 2018-09-13 at 10.56.38

Byrjum á símunum. Apple gefur út 3 nýja síma núna í haust eins og í fyrra. Hetjurnar í ár bera þau skemmtilegu nöfn iPhone Xs, iPhone Xs Max og iPhone Xr.

iPhone Xs og iPhone Xs Max eru nánast sami síminn en Max er bara stóri bróðirinn og verandi með stærri skjá þarf hann stærri rafhlöðu.

iPhone Xs Max

 • 6,5" edge to edge OLED skjár.
 • Enginn home takki
 • Dual 12 mp wide-angle og telephoto myndavél með HDR stillingu
 • IP68 vatnsvörn
 • 7 mp TrueDepth framvísandi myndavél sem er hrikalega gott fyrir selfie tökurnar
 • A12 örgjörvi sem á að vinna 40% hraðar en A11 sem er í iPhone X
 • 64gb, 256gb og 512gb
 • Gold, Silver og Space gray
 • 3D touch
 • Algjört monster þessi sími. Besti síminn sem Apple hefur sent frá sér?

Screen Shot 2018-09-13 at 11.07.36

iPhone Xs

 • 5,8" edge to edge OLED skjár.
 • Enginn home takki
 • Dual 12 mp wide-angle og telephoto myndavél með HDR stillingu
 • 7 mp TrueDepth framvísandi myndavél sem er hrikalega gott fyrir selfie tökurnar
 • IP68 vatnsvörn
 • A12 örgjörvi sem á að vinna 40% hraðar en A11 sem er í iPhone X
 • 64gb, 256gb og 512gb
 • Gold, Silver og Space gray
 • 3D touch
 • Frábær kostur fyrir þá sem vilja eiga flottasta og besta símann en vilja ekki of stóran síma

iPhone Xr

Screen Shot 2018-09-13 at 11.06.39

 • Ódýrari kosturinn
 • 6,1" LCD edge to edge skjár
 • Enginn home takki
 • Stök 12 mp myndavél
 • IP 67 vatnsvörn
 • Kemur í nokkrum litum. Svörtum, hvítum, bláum, kóral, gulum og rauðum þannig allt lita spectrumið er coverað og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi
 • 64gb, 128gb og 256gb
 • Mjög spennandi sími, nettur og góður í mjög flottum litum!

Apple Watch series 4

Screen Shot 2018-09-13 at 10.58.33

Tim Cook sagði stoltur frá því að Apple Watch er ekki bara mest selda snjallúrið í heiminum heldur mest selda úrið í heiminum óháð því hvort talað sé um snjallúr eða hefðbundin úr. Mest selda úrið punktur.

 • Tvöfalt hraðari vinnsla en á Series 3
 • Edge to edge skjár, 30% stærri en á Series 3
 • Þynnra en Series 3
 • Fallskynjari
 • Hjartalínurit
 • Mjög spennandi! Algjört must að eiga svona úr

Í kjölfarið fáum við líka iOS 12 uppfærsluna sem á að rúlla út á mánudaginn næsta (17. september). Hún er stútfull af nýjungum eins og t.d. Animojis, Memojis og time management appinu sem mun koma til góðs fyrir þá sem vilja fylgjast með því hvað þeir eru mikið í símanum og vilja setja sér tímamörk í ákveðnum öppum.

Semsagt spennandi tímar framundan. Símarnir koma í sölu á Íslandi 28. september en það er ennþá óljóst hvenær úrin koma til landsins. Við bíðum spennt og fyrir þá sem vilja kafa dýpra ofan í það sem var kynnt í gær og bera símana betur saman þá má smella sér inn á apple síðuna hér.

Takk fyrir að lesa!