Dansgólfið

21. sept 2018

Hvað er þetta Screen Time?

Hvað er Screen Time?

Með Screen Time getur þú fylgst með því í hversu mikið þú notar símann þinn og reynt að takmarka tímann sem þú eyðir í hverju appi fyrir sig. Þú finnur það í stillingar valmyndinni.

Screen Time sýnir þér daglega notkun símans 7 daga aftur í tímann. Hversu lengi þú notaðir hvert app eða hversu lengi þú varst inná ákveðnum heimasíðum í Safari. Auk þess segir Screen Time þér hversu oft þú tókst símann þinn upp og telur tilkynningar frá hverju appi fyrir sig.

ios-12-screen-time

Time Restriction

Þú getur takmarkað tímann sem þú eyðir í símanum þínum. Segjum að þú viljir bara eyða klukkutíma á dag á Facebook. Þá getur þú valið Facebook appið og stillt klukkutíma tímatakmörkun. Þú getur líka valið mismunandi tíma eftir dögum. Þegar þú nálgast klukkutíma notkun lætur tólið þig vita og þegar tíminn hefur liðið hættir appið að virka. Tólið býður þér þó að bæta við tíma ef þú nauðsynlega þarft.

Down Time

Þú getur líka áætlað tímarammann sem ákveðin öpp mega vera í notkun. Ef þú átt t.d. erfitt með að hætta skrolla í gegnum grammið fyrir svefninn getur þú stillt það þannig að Instagram hættir að virka eftir klukkan 21:00 á kvöldin en byrjar aftur að virka kl. 9:00 næsta morgun.

how to use screen time downtime 1000

Parental Control

Ef að þú hefur stillt upp Family Sharing með börnunum þínum getur þú líka fylgst með og stýrt notkuninni þeirra alveg eins og þú gerir fyrir sjálfan þig. Auk þess getur þú læst fyrir aðgang á öppum sem leyfa kaup á vörum.

how to use screen time 1000a