Dansgólfið

8. mars 2019

Hvaða Galaxy S10 ættir þú að kaupa?

Galaxy S10 línan er loksins komin á markað og það er ekki hlaupið að því að vita hvaða Galaxy S10 sími hentar hverjum, þannig við hentum í aðstoðarblogg fyrir þig.

Samsung kynnti 5 síma til leiks en aðeins 3 þeirra eru komnir á markað. Byrjum á að skoða þá 3 síma sem eru komnir.

  • Galaxy S10e - minni en hinir tveir og með 5,8” skjá
  • Galaxy S10 - miðlungsstærðin með 6,1” skjá
  • Galaxy S10+ - stóra týpan með 6,4” skjá

Screenshot 2019-03-07 at 10.32.07 (1)

Allir hafa þeir svo mismunandi eiginleika en einhverja sameiginlega. Símarnir eru allir með sama hraða örgjörvann og litríka AMOLED skjái sem styðja HDR10+ (frábærir litir og bjartir skjáir). Skjáirnir ná nú alveg upp og niður, og er skorið úr fyrir fremri myndavélum með leysigeisla. Samsung kallar þetta “Infinity O” skjái, eða endalaust O. Þetta er nokkuð nett og fer minna fyrir þessu en öðrum myndavélahökum.

Fingrafaralesarinn er horfinn af bakinu og er núna UNDIR skjánum til að spara pláss. Lesarinn notar ekki ljósmyndatækni til að nema fingrafarið, heldur sónarnema (ultrasonic) eða hljóð.

Það sem er einna magnaðast við þessa síma er að þeir eru allir með þráðlausa hleðslu, og virkar hún í báðar áttir 👉🏻👈🏻 Þú getur hlaðið símann með þráðlausri hleðslu og þú getur líka hlaðið aðra hluti eins og t.d. nýju geggjuðu Galaxy buds heyrnartólin þráðlaust með símanum og engri annari utanaðkomandi hleðslu. Já eða bara deilt hleðslunni á símanum þínum með öðrum. Magnað!!

Screenshot 2019-03-07 at 22.30.57

En skoðum betur muninn á þessum glæsilegu snjallsímum. Fyrir þá sem vilja skoða mun á spekkum þá mælum við með GSMArena. Fyrir þá sem vilja bera saman stærðir þá er best að kíkja í næstu Nova búð eða hér hjá PhoneArena.

Galaxy S10+

Byrjum á þeim stærsta: Galaxy S10+. Plúsinn þýðir að þetta sé stærri sími (og þyngri eða 175 grömm) en S10 með stærri skjá (6,4”), og aðeins betri. Af hverju betri? S10+ er með aaaðeins stærri rafhlöðu (4100 mAh) sem dugar aðeins lengur. S10+ er með tvær linsur í fremri myndavélinni ólíkt S10 og S10e: eina 10 megadíla 26mm gleiðlinsu og aðra 8 megadíla 22mm til þess að meta dýpt fyrir Bokeh-ljósmyndir.

Bæði S10 og 10+ eru með þrjár linsur á bakinu sem taka allar myndir samtímis til að geta breytt mynd eftir á: 12 megadíla 26mm gleiðlinsu, 12 megadíla 52mm 2x aðdráttarlinsu og 16 megadíla 12mm gleiðlinsu. Í heild er S10 með fjórar linsur en S10+ með fimm linsur.

Galaxy S10

Galaxy S10 er miðjusíminn og er með 6,1” skjá. S10 er því aðeins nettari og þægilegri í hendi en S10+. S10 er með sömu myndavél og S10+ að aftan, en missir gleiðari linsuna á fremri myndavélinni. Þannig er Infinity O holan alveg hringlaga og fyrirferðarminni. Rafhlaðan er svo rétt svo minni (3400 mAh) því síminn er minni um sig. S10 er fisléttur og vegur aðeins 157 grömm.

Galaxy S10e

Galaxy S10e fyrir þau sem vilja eitthvað sem þau hafa séð áður og aaaðeins betra verð. Síminn er með flatann (ekki Edge-skjár) 5,8” litríkann AMOLED skjá með 1080x2280 upplausn (aðeins minna en stóru bræður hans) í 9:19 hlutföllum (slank og høj). Síminn er mjög nettur þrátt fyrir stóran skjá (sama stærð og iPhone X) og fer mjög vel í hendi. Það eru tvær linsur í aftari myndavélinni: ein 12 megadíla 26mm gleiðlinsa og önnur 16 megadíla 12mm gleiðlinsa. Fremri myndavélin er með 10 megadíla 26mm gleiðlinsu. Þessi sími er í raun til höfuðs iPhone XR, aðeins ódýrari iPhone síminn. S10e er svo með fingrafaralesara inn í start-takkanum, en ekki undir skjánum.

Þessir þrír símar eru allir komnir í sölu hjá Nova og fylgir ótakmarkað net í 3 mánuði með þeim öllum. Seinna í ár er svo von á Samsung Galaxy S10 5G og Samsung Galaxy Fold samanbrjótanlega símanum. Magnað útspil hjá Samsung að þessu sinni svo ekki sé nú meira sagt!

Hér má sjá létt myndband frá Samsung Unpacked viðburðinum í London sem fór fram nú á dögunum.