Dansgólfið

20. maí 2022

Hvers vegna að vinna hjá Nova ?

Hvers vegna að vinna hjá Nova ?

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að vinna hjá Nova og við viljum laða að hæfileikaríkt fólk í Nova liðið sem vill vaxa og dafna persónulega og í starfi. Við erum Fyrirtæki ársins 2022 á vegum VR, þriðja árið í röð og höfum verið Fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi!

Nova kúltúrinn

Innan veggja Nova ríkir mikil árangursmenning með áherslu á árangur og við vitum hvaða hegðun og færni við metum mest og viljum að ríki í Nova liðinu. Við leggjum mikið upp úr því að samskipti milli starfsfólks og teyma séu óformleg. Við erum öll í sama liðinu og stjórnunarstefna Nova er einföld: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, vertu góð fyrirmynd og láttu verkin tala! Þegar kemur að þjónustustefnunni, þá hugsum við alltaf í lausnum og vinnum eftir einni reglu: það er bannað að segja nei!

Hjá Nova hlaupum við hratt og viljum sífellt skora á! Við skorum á okkur sjálf, hvort á annað og ekki síst úreltar lausnir. Keppnisandinn og metnaðurinn ræður ríkjum og við höfum löngun til að sigra og gera betur í dag en í gær. Við hugsum út fyrir kassann og viljum ekki vera eins og aðrir. Það er kannski hægt að kópera vörur eða verðskrá – en þú kóperar ekki kúltúr.

Við trúum því að með þessum kúltúr séum við sveigjanlegri, skemmtilegri, meira örvandi, hugmyndaríkari og sköpum góða liðsheild og árangursdrifnara fyrirtæki!

Nova skólinn

Öll sem hefja störf hjá Nova fara í Nova skólann þar sem við stillum saman strengi og kennum danssporin svo við séum öll að dansa í takt með markmiðin okkar að leiðarljósi. Við þjálfum starfsfólkið okkar af miklum áhuga, erum til staðar og hvetjum þau til dáða. Við erum stolt af því hvernig við tæklum verkefnin okkar og erum dugleg að miðla þekkingu bæði í atvinnulífinu sem og menntastofnunum.

Við viljum skapa umhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna – bæði í starfi en ekki síst sem persónur! Starfsfólk Nova hefur marga möguleika til að bæta hæfni sína, skora á sig og þróast áfram, til hliðar, upp eða á ská í starfi! !

Studio 77

Studio 77 er starfsmannafélag Nova - þar erum við dugleg að leika, gleðjast og hafa gaman saman.

Okkur þykir mikilvægt að fagna öllum sigrum, stórum og smáum – og nýtum til þess hvert tækifæri sem okkur gefst! Við elskum auðvitað gott partý en teljum fegurðina ekki síður felast í hversdagsleikanum og við leggjum mikið upp úr því að brjóta upp vinnudaginn og bregða á leik.

Geðræktin, hreyfing og heilsa skiptir okkur máli og við erum dugleg að hreyfa okkur saman: hvort sem það er að prófa saman nýja íþrótt, ganga á fjöll, skora á kílómetrana með 100km áskorunum eða hlúa að geðræktinni með hugleiðslu og jóga.

Stemmari hja nova

Sveigjanleiki

Sveigjanleikinn er svo sannarlega til staðar hjá Nova! Við viljum skora á gamaldags skrifstofulíf og öllum dönsurum stendur til boða að taka fókusdaga að heiman, vinna á kaffihúsi út í bæ, nú eða á ströndinni á Tene! Við horfum fyrst og fremst á árangur og vitum að góð samskipti og vel samstillt dansspor skila okkur taktföstum dansi sem stuðlar að sveigjanlegra vinnuumhverfi.

Jafnrétti hjá Nova

Jafnrétti er ákvörðun og er Nova jafnlaunavottað fyrirtæki þar sem allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova er jafnframt er eitt af 53 fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA fyrir að vera með jöfn hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.

Við erum ákaflega ánægð og glimrandi glöð með vinnustaðinn okkar og tökum fagnandi á móti hverjum þeim sem vilja taka dansinn með okkur á stærsta skemmtistað í heimi!

Má bjóða þér upp í dans? Laus störf hér

Mynd af Guðrún Finnsdóttir
Guðrún Finnsdóttir
Þjálfari - Nova skólinn og kúltúr