Dansgólfið

2. nóv 2022

Iceland Airwaves í þráð­beinni á NovaTV!

Iceland Airwaves er menningar- og tónlistarhátíð sem haldin er á fjölmörgum stöðum í Reykjavík.

Á hverju ári í nóvember iðar miðbær Reykjavíkur af lífi hvert sem auga er litið, sama hvort um er að ræða næturklúbba, tónleikastaði, listasöfn, barir og allt þar á milli. Það má nefnilega spila góða tónlist hvar sem er!

Airwaves spannar allan skalann ungu og upprennandi hæfileikafólki til stjórstjarna, bæði innlent og erlent.

Þetta mun að sjálfsögðu verða í þráðbeinu streymi á NovaTV og opið öllum sem hafa aðgang þar. Það eina sem þarf að gera er að opna NovaTV, smella á “Viðburðir” og þar verða viðburðir fimmtudagsins og föstudagsins aðgengilegir!

Þeir staðir sem streymt verður frá eru Listasafn Reykjavíkur, Fríkirkjan og Húrra.

Nova ❤️ Tónlist og það væri enginn stærsti skemmtistaður í heimi án tónlistar. Við erum ánægð að geta hampað íslenskri tónlist og menningu í gegnum okkar miðla.

Þú finnur allt um NovaTV og hvernig á að glápa og njóta í Hjálpinni okkar.

Þar getur þú séð hvernig þú býrð til aðgang, skráir þig inn og meira að segja hvernig á að horfa í mismunandi tækjum!

Njóttu glápsins!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri