Dansgólfið

14. sept 2021

iPhone 13 og allar græj­urn­ar á Apple Keynote

iPhone 13 og allar græjurnar á Apple Keynote

Apple hélt kynningu með yfirskriftinni California streaming. Kynningin var auðvitað pökkuð af dramatískum myndböndum, ævintýralegum græjum og stærstu orðunum. Tim Cook og vinir hans hjá Apple kynntu til leiks iPhone 13, iPhone 13 mini, iPhone 13 Pro, iPhone 13 Pro Max, iPad, iPad mini og Watch Series 7. Það er greinilega búið að vera nóg að gera hjá Apple síðan síðast.

En vindum okkur í smá yfirferð.

iPhone 13, iPhone 13 mini, iPhone 13 Pro og iPhone 13 Pro Max

Stóru fréttirnar eru klárlega Cinematic Mode og A15 örgjörvinn sem gerir allt hraðara og betra. Útlitið er svipað og við þekktum áður á iPhone 12 línunni en það er aðeins búið að færa til myndavélarnar á iPhone 13. Yfir það heila eru myndavélarnar búnar að fá uppfærslu en myndavélarnar í Pro símunum eru víst eitthvað allt annað! Þrátt fyrir meiri hraða, betri skjá og aðrar ofur uppfærslur þá bitnar það ekkert á rafhlöðunni sem að endist ennþá lengur en áður. iPhone 13 er með 2.5 klst betri endingu en áður, iPhone 13 Pro bætir við 1.5 klst við rafhlöðuendinguna og iPhone 13 Pro Max á metið í lengstu rafhlöðuendingu á iPhone, en hann bætir við sig 3.5 klst.

Allir símarnir eru með MagSafe möguleika svo þú getur verið í hleðslu allan daginn á allan mögulega vegu. Mjög hentugt fyrir fólk með batteríkvíða.

Það eru flestir litir regnbogans í boði. iPhone 13 og mini mæta í bleikum, bláum, miðnætur svörtum, stjörnuhvítum og rauðu. iPhone 13 Pro og Pro Max fást svo í Sierra bláum, silfur, gull og grafít. Þá er bara að klóra sér í hausnum og reyna að ákveða sig.

Allir símarnir eiga það sameiginlegt að vera með 5G stuðning og við erum sammála Tim að 5G sé framtíðin enda elskum blússandi háhraðatengingar sem gefa okkur fáránlega hratt streymi, háskerpugæði og niðurhal á ofurhraða.

iPhone13

En spjöllum að eins um Cinematic Mode. Myndavélin hefur aldrei verið betri. Þegar þú tekur upp myndband þá færist fókusinn sjálfkrafa á manneskjuna sem er í mynd, og fókusinn færist eftir því hver er í sviðsljósinu. Þú getur líka stjórnað fókusinum með fingrinum og fest hann. Þetta er eins og að vera með Hollywood í vasanum segja þeir. En sjón er sögu ríkari. Hérna er myndband sem er tekið á iPhone 13 með Cinematic Mode.

Eplið er að verða grænna og grænna eins og áður! Nýju símarnir eru að hluta til úr 100% endurunni efni. Við erum himinlifandi yfir þessu því þegar þú skilar gamla símanum í Endurgræðslu til okkar, þá geturðu notað hann til þess að borga upp í nýjan iPhone og aldrei að vita nema að gamli garmurinn endurfæðist sem glæsileg ný vara í framtíðinni.

Apple Watch Series 7

Tim Cook segir að framtíð heilsunnar sé á úlnliðnum á þér og við erum jafn spennt og Tim, en nýjasta Apple úrið er Watch Series 7 og það kemur í fimm litum, miðnætur gráum, stjörnu hvítum, grænu, nýjum bláum og rauðu. Það vantar ekki uppá frumlegheitin í nöfnunum en við erum einstaklega spennt fyrir þessum græna! Úrið sjálft fékk smá uppfærslu í útliti og er núna með aðeins mýkri línum.

Apple watch-series7 hero 09142021

Wathch 7 er með sterkasta skjá sem hefur verið í boði hingað til, með IP6X rykvörn og er vatnshelt. Þannig það er hægt að fara út að leika í öllum veðrum og vindum án þess að óttast um úrið. Sterkari skjár eru líka góðar fréttir fyrir klaufa sem eiga það til að reka úrið í allskonar hluti. Skjástærðin hefur fengið væna uppfærslu og er um 20% stærri en fyrri týpan, Series 6, og það er 50% meira pláss fyrir smáskilaboðin. Svo er lyklaborð með quick path mætt á svæðið svo það er hægt að senda SMS með hraði!

Apple Watch 7 er með 18 klukkustunda hleðslu og þú ert bara 45 mín að hlaða uppí 80%. Ef þú ert að fylgjast með nætursvefninum þá er nóg að hafa úrið í hleðslu í 8 mínútur til þess að láta það fylgjast með þér í draumalandi alla nóttina og mæla gæðin á svefninum.

iPad mini fær risa uppfærslu

Minnsti iPadinn fékk stærstu uppfærsluna! Tim var einstaklega stoltur af þessu útspili en þessi græja skartar A15 örgjörvanum sem breytir þessu litla tæki í sannkallaða ofurgræju. Þessi iPad hleypur gríðarlega hratt enda styður hann 5G. Hann fæst í fjólubláum, bleikum, stjörnuhvítum og geimgráum. Núna er Touch ID mætt á svæðið og USBC tengi, þannig þú getur tengt hann við myndavélina þína, ómskoðunartæki ef þú ert læknir og fleiri ótrúlega hluti. Þessi græja er nefnilega algjör múltítasker og hentar ótrúlega breiðum hóp sem þarf að geta gripið í tækni á ferðinni. iPad mini styður Apple Pencil en hann smellist bara beint á iPadinn.

Það var mikið talað um Center Stage sem er partur af myndavélinni en þegar þú ert að taka upp myndband, ert á facetime eða öðru myndavélaspjalli þá eltir myndavélin þig og ef það bætast fleiri í hópinn að þá aðlagar myndavélin sig að viðfangsefninu. Draumur heimavinnandi fólks.

Apple iPad-mini colors 09142021

Sannkölluð tækniveisla að baki og við bíðum spennt eftir að fá allar þessar græjur í hús!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri