Dansgólfið

19. okt 2018

iPhone Xr forskrán­ing er hafin!

Ljómandi skjánægja! iPhone Xr lendir 26. október hjá Nova.

Vertu með þeim fyrstu til að upplifa ljómandi skjánægju og taktu þátt í sérstakri forskráningu Nova. Athugið að það er óvíst hversu mikið magn við fáum til að byrja með svo hér gildir hin sígilda „fyrstur kemur, fyrstur fær“ regla. Skráðu þig með því að smella hér og við látum þig vita hvenær næsta sending kemur.

27fr8meMzS2esOoAmMMqu

iPhone XR er mættur til leiks, með skínandi fínum 6,1" Liquid Retina skjá, sem er sá þróaðasti í bransanum. Litirnir eru bjartari og upplausnin en betri en áður. Sérstök baklýsing nýtir skjáinn svo enn betur en áður og nær aaaaalveg út í hornin. Andlitsskanninn þekkir þig eins og skot, örgjörvinn fær aðra snjallsíma til að skammast sín og 12MP myndavél er sannkallaður byltingarleiðtogi.

Þú getur aflæst símanum og komist inn í alls kyns öpp með því einu að líta á skjáinn og súperdúpergáfuð gervigreind er óspart nýtt til að sérsníða þína upplifun af myndefni, spilun leikja og bara öllu mögulegu.

Það eina sem er fráhrindandi við iPhone XR er vatnsvörnin! Fattaru!?

Nýjar stillingar og eiginleikar, með endurbættu iOS 12 stýrikerfi, gera þennan nýjasta heimilisvin kraftmeiri, snjallari og hreinlega eigulegri en nokkru sinni fyrr.

myndinnibLOGG