Dansgólfið

26. júlí 2023

Íslands­meist­ara­mót í Spike­bolta!

Brettu upp ermar og settu leikgleðina í fimmta gír!

Það er komið að því, þriðja árið í röð verður íslandsmeistaramótið í spikebolta og skráning er hafin! Í ár verður mótið haldið á Götuboltavelli Nova við höfnina hjá Hafnartorgi. Við erum búin að panta glæsilegt veður, dúndur stemningu og helling af keppnisskapi! 💥

Það verða stórskemmtileg verðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin, svo verða líka spikeboltasett á staðnum fyrir þau sem vilja bara fylgjast með, læra leikinn og leika yfir sig, við nefnilega elskum að fara út að leika í sumar 💃🏼

Taktu þátt og þú gætir unnið 🏆

  • 💃🏼Fyrsta sæti fær Spikeboltasett og QX partýhátalara til að halda stemningunni gangandi.
  • 💦 Annað sætið fær Snjallbrúsa sem lætur þig vita hversu mikið vatn þú hefur þambað, mikilvægt fyrir keppnisfólk!
  • 🥏Þriðja sætið fær Folfsett!

Allt það helsta!

📍Götuboltavöllur Nova við höfnina hjá Hafnartorgi

⏰ 2. ágúst kl 17:00

💛 FríttStöff á staðnum

🔉 Dúndur stemning

👉🏼 Skráðu þig hér!

Hlökkum til að leika!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri