Dansgólfið

29. jan 2021

Jánægð­ust í 12 ár!

Jánægðust í 12 ár!

Stærsta játakk í heimi!

Viðskiptavinir Nova eru jánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu, 12. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar, sem veitt var við rafræna athöfn. Einkunnin í ár er sú hæsta sem Nova hefur hlotið í tíu ár, alls 78,48 stig með marktækan mun á fyrsta og öðru sæti. Nova var í 2. sæti í könnuninni þegar horft er til allra fyrirtækja á Íslandi sem könnunin nær til.

Já, við erum húrrandi stolt, hrærð, hrist og himinhrópandi jánægð — en fyrst og fremst endalaust þakklát ykkur, elsku bestu viðskiptavinum Nova, fyrir toppeinkunn í Íslensku ánægjuvoginni tólfta árið í röð.

Við erum virkilega ánægð með að hljóta þessi verðlaun í tólfta skiptið og full þakklætis. Í byrjun árs sögðum við gleðilegt nýtt já. Við tókum ákvörðun um að vera jákvæð í janúar, við köllum það Jánúar. Fókusinn var settur á að vera jákvæð í samskiptum, á netinu og í eigin persónu og að vera óhrædd við að nota stærsta læk í heimi, sem er hrósið. Að eiga jánægðustu viðskiptavinina 12 ár í röð er stærsta hrósið sem við getum fengið og það hvetur okkur svo sannarlega til þess að gera betur á hverjum einasta degi

Við viljum hvetja ykkur til að halda áfram hrósa næsta manni og sjálfum ykkur líka. Upp með þumlana, hjörtun og knúsin!

Með jánægjuna í fyrsta sæti höldum við áfram að bjóða bestu 2f1 tilboðin, Frítt stöff, nýjungar og auðvitað endalaust besta dílinn hjá Nova. Takk fyrir alla ánægjuna tólf ár í röð!

Við bjóðum alla velkomna á Stærsta skemmtistað í heimi og í hóp ánægðustu viðskiptavina á Íslandi! Upplifðu ánægjuna!

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna. Ánægjuvogin er ein yfirgripsmesta og marktækasta mælingin á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Framkvæmdastjóri