Dansgólfið

24. okt 2025

Kvenna­verk­fall - Nova💜­Jafn­rétti!

Nova💜Jafnrétti og við viljum stöðugt skora á okkur sjálf og leggja okkar á vogaskálarnar við að stuðla að auknu jafnrétti

Kvennaverkfall - Nova💜Jafnrétti!

Í dag er Kvennaverkfall og við sýnum samstöðu og skundum á Arnarhól.

Nova💜Jafnrétti og við viljum stöðugt skora á okkur sjálf og leggja okkar á vogaskálarnar við að stuðla að auknu jafnrétti. Við höfum náð árangri eins og Jafnlaunavottun og Jafnvægisvogin sýna en vitum þó að langt er í land í jafnréttismálum heilt yfir samfélagið. Því styðjum við að sjálfsögðu þau markmið sem boðendur kvennaverkfalls vilja berjast fyrir: fullt launajafnrétti og útrýmingu kynbundins ofbeldis.

Konur og kvár hafa verið hvött til að leggja niður störf allan daginn - og er sú ákvörðun undir hverju og einu komið. Við trúum því að ÖLL innan Nova liðsins vilji stuðla að auknu jafnrétti og það skiptir máli að hafa bandamenn í hverju horni: sama hvers kyns, við vitum að leik- og grunnskólastarf mun raskast, enda stór hluti kennara konur, og þá viljum við hvetja pabbana sérstaklega til að sinna annarri og þriðju vaktinni þennan dag: þ.e. að það lendi ekki bara á mömmunum að vera börnin á meðan pabbarnir vinna - enda eru konur og kvár hvött til að leggja niður launaða og ólauna vinnu þennan dag.

Laun þeirra í Nova liðinu sem kjósa að sýna samstöðu og leggja niður störf, með einum eða öðrum hætti, munu að sjálfsögðu ekki skerðast.

Nova gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og erum við á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins á sama tíma og við leggjum baráttunni lið sem skilar vonandi árangri í jafnréttismálum til lengri og skemmri tíma.

Mynd af Sylvía Kristín Ólafsdóttir
Sylvía Kristín Ólafsdóttir
Skemmtana- og forstjóri