Dansgólfið

9. sept 2021

Magnað tækifæri fyrir námsmenn!

Magnað tækifæri fyrir námsmenn!

Ert þú í námi og vilt endalaust bæta við þig einstakri þekkingu? Hefur þú brennandi áhuga á 5G, upplýsinga- og fjarskiptatækni, gervigreind, skýjalausnum og enn meiri tækni!

Nova og Huawei bjóða tíu nemendum að taka þátt í 8 daga vefnámskeiði sem kallast ‘Seeds for the Future’ og hefur það markmið að kynna nemum starfstækifæri í fjarskiptageiranum. Námskeiðið fer fram 18.-25. október.

Það sem þú gerir á námskeiðinu

  • 8 dagar af net-námskeiðum, bæði fyrirfram upptekin námskeið og námskeið í beinni með spennandi umræðum.
  • Þú lærir helling um allt sem viðkemur tækni, þar með takið 5G, upplýsinga- og fjarskiptatækni, Internet hlutanna (Internet of things), stefnumótandi leiðtogaþjálfun og straumlínulögun netrekstrar.
  • Þú tekur þátt í hópverkefni sem ber heitið 'Teck for Good' sem eflir teymisvinnu og skoðar hvernig hægt er að beita tækni til að leysa félagslegar þarfir.
  • Nánari upplýsingar um námskeiðið

Rúsínan í pylsuendanum!

Þeir nemendur sem ljúka námskeiðinu er boðið í ferð til Brussel í Nóvember 2021, ásamt nemendum frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í ferðinni heimsækja meðal annars nemendur Huawei sýningarhöllina og Evrópuþing Evrópusambandsins ásamt fullt af skemmtilegri afþreyingu.

Hvernig sæki ég um?

Til að sækja um þarf að skila inn ferilskrá með námsárangri ásamt kynningarbréfi (hámark ein blaðsíða) sem rökstuðning um af hverju þú ættir að verða fyrir valinu. Umsókn sendir þú á skraning@nova.is umsóknarfrestur rennur út 11. október.

Kynningarbréfið þarf að sýna:

  • Hvað hvetur þig til að sækja um námskeiðið?
  • Hvað hefur þú von á að læra/upplifa með því að taka þátt í námskeiðinu Seeds of the Future?
  • Hvað finnst þér áhugaverðast við Huawei?
  • Afhverju þú værir frábær fulltrúi til að taka þátt í verkefninu.

Nemendur sem eru á öðru ári eða lengra komnir í sínu háskólanámi geta sótt um og verða tíu umsækjendur valdir. Dómnefnd skipuð framkvæmdastjóra tæknisviðs Nova og fleirum munu fara yfir innsendar umsóknir og velja tíu nemendur.

Mynd af Stefanía Gunnarsdóttir
Stefanía Gunnarsdóttir
Markaðsfulltrúi