Dansgólfið

29. apríl 2021

Notaðu FaceID þó þú sért með grímu!

Notaðu FaceID þó þú sért með grímu!

Í nýjustu uppfærslu af iOS stýrikerfinu getu þú núna aflæst símanum þínum þó þú sért með grímu. Lítill fítus sem auðveldar okkur lífið alveg gríðarlega mikið! Nú þarftu ekki að smella inn lykilorðinu þegar þú ert að borga útí búð með grímuna á nefinu eða ef þú vilt renna yfir innkaupalistann í Notes.

Það sem þú þarft til að geta hlaupið í gegnum daginn með grímuna á andlitinu er iPhone og Apple Watch.

Byrjaðu á því að uppfæra í nýjasta stýrikerfið á símanum þínum, iOS 14.5, og nældu þér í nýjustu uppfærsluna á úrinu, watchOS 7.4.

Þegar það er komið smellir þú þér í Settings > Face ID & Passcode, skrollar niður og sérð glænýjan valmöguleika Unlock With Apple Watch option. Þú kveikir á þessari stillingu og allt er klappað og klárt. Þú þarft ekkert að fikta í stillingum á snjallúrinu.

Með þessari stillingu virkar FaceID þannig að síminn er ekki að leita að andliti, heldur andliti með grímu. Þegar FaceID finnur andlit með grímu aflæsist síminn en þú færð tilkynningu í snjallúrið að símanum hafi verið aflæst og þá færðu möguleikann á því að læsa símanum aftur í úrinu.

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri