Dansgólfið

17. maí 2022

Nova frum­sýn­ir glænýja verslun á Akureyri!

Nova frumsýnir glænýja verslun á Akureyri!

Eftir mörg dansspor og mikið stuð og undirbúning erum við búin að opna nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í nýju verslunarplássi. Það þarf nefnilega ekki alltaf að leita langt yfir skammt!

Við erum ofboðslega ánægð, stolt og spennt og hlökkum til að deila nýju versluninni með ykkur og taka vel á móti ykkur.

Ein af stóru breytingum er án efa sú að nú munu kaffiunnendur á norðurlandi geta nálgast vörur Nespresso á sama stað, en hið margrómaða kaffifyrirtæki mun nú loks opna útibú á norðurlandi og deila með okkur rýminu!

12 maí opnum við svo formlega í nýju versluninni okkar og sláum til sérdeilis heljarinnar veisluhalda! Það verður kaffibolli í FríttStöff í Nova appinu fyrir gesti og gangandi, blöðrur og DJ sem heldur partýinu gangandi á stærsta skemmtistað í heimi!

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Mynd af Elsa Jóhannsdóttir
Elsa Jóhannsdóttir
Vörumeistari