Dansgólfið

23. maí 2022

Nova ❤️ Geðrækt

Fótspor geta verið stór og smá, umhverfisleg og andleg. Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum.

Árið 2020 hóf Nova sína vegferð í átt að andlegri velferð og vellíðan og gerði það undir nafninu Geðrækt. Farsíminn og internetið eru nauðsynleg tæki en óhófleg notkun á sér dimmari hliðar, eins og með margt annað. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Í þessari stefnubreytingu var fókusinn á að vekja athygli á þessum neikvæðu hliðum en áskorunin var að gera það á “Novalegan” hátt.

Til að byrja með tók Nova þátt í að rannsaka skjáfíkn og áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan. Niðurstöður rannsóknarinnar voru færðar Hugrúnu, geðfræðslufélagi á vegum Háskóla Íslands.

Vertu á staðnum!

Samhliða þessu verkefni hóf Nova herferð sem bar nafnið „Vertu á staðnum“ þar sem fólk var hvatt til að staldra við, líta upp úr skjánum, slökkva á netinu og njóta þess sem lífið og raunveruleikinn hefur upp á að bjóða. Þetta fól í sér að sérstök tilboð, afslættir og afþreying var í boði víða um land í gegnum 2 fyrir 1 í Nova appinu. Spjallspjöld voru afhent veitingastöðum þar sem fólk gat lagt frá sér símana, spjallað og kynnst hvoru öðru á gamla góða mátann. Vekjaraklukkur fylgdu með farsímum svo fólk gæti minnkað áreitið, sleppt því að hafa símana á náttborðunum og notið betri nætursvefns.

Verslunum Nova var lokað á sunnudögum, enda eru sunnudagar LOGGÁT dagar, og við hvöttum starfsfólk og viðskiptavini til að njóta dagsins með sínu fólki.

Allir úr!

Herferðin „Allir Úr“ hvatti fólk til að skilja símann eftir heima. Við kynntum til leiks nettengd snjallúr með Úrlausn hjá Nova sem er frábær leið til að minnka skjátíma og rauðu deplana, en hafa samt möguleikann á að hringja og móttaka símtöl þegar nauðsyn krefur.

Auglýsingin var einnig ádeila á óraunhæfar staðalímyndir sem birtast okkur á skjánum og það var hrópað húrra fyrir líkamsvirðingu. Samfélagsmiðlarnir taka nefnilega mikið af okkar tíma og það er óþægilega auðvelt að týnast í tímalínunni hjá hinum og þessum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að uppfærast með nýjum glansmyndum um veruleikann og klippum úr lífi áhrifavalda og vina okkar, en þetta eru sérvaldir bútar sem sýna ekki endilega raunveruleikan eins og hann er.

Í Allir úr herferðinn komum við öll fram eins og við erum klædd. Eða óklædd. Fólk af öllum stærðum og gerðum kom nakið fram og sýndi fram á að við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir og ekkert að fela. Allir úr!

Þú fyrir þig!

Núna síðast kom út herferðin „Þú fyrir þig“ þar sem áherslan var lögð á sjálfsást og mikilvægi þess að elska sjálfan sig eins og maður er. Sjálfsvirðing er nefnilega ekki sjálfsögð.

Það má segja að þú sért eina manneskjan sem fylgir þér alla ævina. Þú situr uppi með þig. Frá upphafi til enda. Þannig að það er eins gott að hafa gaman, kynnast sér betur og njóta sín. Draga fram kostina, sætta sig við gallana, hjálpa sér og hrósa. Við megum alveg vera góð við okkur. Dekra okkur og gleðja. Þannig náum við fram því besta í okkur, sitjum betur í sjálfinu og höfum góð áhrif á öll hin í kringum okkur.

Samhliða þessari herferð bauð Nova upp á 2 fyrir 1 tilboð af sálfræðiþjónustu sem hægt var að nálgast í gegnum Nova appið. Þar bauðst fólki að fá sálfræðitíma hjá Mín líðan á 7.990 kr. Tímarnir fara fram á netinu svo viðskiptavinir Nova gátu sótt þessa þjónustu, algjörlega óháð búsetu.

Þannig að: Þráðu þig, þekktu þig, hvíldu þig og knúsaðu þig. Sjáðu þig, skoðaðu þig, speglaðu þig og virtu þig. Gerðu meira fyrir þig á þínum forsendum.

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri