Dansgólfið

13. nóv 2023

Nova ❤️ Grinda­vík

Hugur okkar eins og allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og viljum við létta undir á þessum óvissutímum.

Tilgangur, hlutverk og hreint út sagt öll tilvist Nova gegnir samfélagslega mikilvægu hlutverki. Nova vill tryggja hnökralaus fjarskipti, sem eru grunnstoð samskipta fólks og fyrirtækja á milli í nútímanum. Þegar mest á reynir í lífi fólks verða samskipti og þar með fjarskipti stigvaxandi mikilvæg.

Undanfarnar vikur höfum við hjá Nova unnið í samstarfi við Neyðarlínu, Almannavarnir og önnur fjarskiptafélög að undirbúningi að tryggja örugg fjarskipti við Grindavík. Eins og mörg búum við okkur undir það versta en vonum það besta.

Þess vegna fellum við niður kostnað vegna nettenginga til heimila og fyrirtækja í Grindavík út árið. Einnig fá allir viðskiptavinir Nova í Grindavík ótakmarkað net í farsíman í nóvember og desember að kostnaðarlausu.

Kærleikskveðjur, Nova liðið

Mynd af Ólafur Magnússon
Ólafur Magnússon
Framkvæmdastjóri Tækni & Nýsköpunar