Dansgólfið

7. júní 2023

Nova í samstarf með Reikni­stofu bankanna!

Nova í samstarfi með Reiknistofu bankanna hafa sett upp öruggar og áreiðanlegar tengingar við skýaþjónustur fyrir fjármálastofnanir á Íslandi.

Samkomulagið felur í sér tvöfaldar gagnatengingar við skýjalausnir erlendis sem stuðla að auknu öryggi, áreiðanleika og háu þjónustustigi. Þjónustan bíður upp á sjálfsafgreiðslu sem eykur skalanleika og þægindi viðskiptavina.

Bandvídd þjónustunnar er allt frá 10 Mbps upp að 10 Gbps sem tryggir svigrúmið til þess að byrja smátt og stækka við sig.

Samstarf Nova og RB er stórt skref í átt að stórbæta öryggi og stöðugleika í netþjónustu fjármálastofnanna á Íslandi.

Mynd af Aron Heiðar Steinsson
Aron Heiðar Steinsson
Séní í sérlausnum