Dansgólfið

24. okt 2023

Nova ❤️ Jafn­rétti

Í dag er Kvennaverkfall og við skundum öll á Arnarhól.

Við hjá Nova ❤️ JAFNRÉTTI og höfum náð árangri, eins og Jafnlaunavottun og Jafnvægisvogin sýna. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem enn er við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi að etja, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er vanmetið. Við vitum að það er enn langt í land í og því mikilvægt að sem flest sýni samstöðu.

Í öllum baráttum skiptir öllu máli að hafa sem flesta bandamenn – við hjá Nova teljum að með því að við öll tökum þátt í kvennaverkfalli séum við að leggja málefninu lið. Við trúum að við elskum öll jafnrétti.

Þegar við byrjuðum að undirbúa daginn hjá Nova fundum við fljótt að einfalt yrði að bregðast við því að við stelpurnar myndum skella okkur í verkfall, strákarnir myndu alltaf standa vaktina. Við skynjuðum hins vegar að margir foreldrar voru með hugann við heimilið þennan dag. Starfsemi í mörgum grunn- og leikskólum mun nefnilega leggjast niður þar sem stór hluti kennara eru konur. Á mörgum heimilum virðist lausnin vera sú að mamma tekur börnin meðan pabbi stendur vaktina í vinnunni.

Hjá Nova viljum við því leggja baráttunni lið sem skilar vonandi árangri í jafnréttismálum til lengri og skemmri tíma og við hvetjum ÖLL til að taka þátt í deginum með virkri þátttöku.

Fræðsla er lykill að árangri og það verður fræðsla um jafnréttismál og þriðju vaktina fyrir ÖLL. Eftir fræðsluna ætlum við sem höfum tök á og viljum að skella okkur á Arnarhól og sýna samstöðu í verki. Við hvetjum strákana sérstaklega til að taka aðra og þriðju vaktina þennan dag svo sem með því að sinna öllu því sem felst í skipulagi fjölskyldunnar, heimilishaldi og skunda á Arnarhól. Hjá Nova verður engin skerðing á launum hjá þeim sem taka þátt í baráttunni.

Nova gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og erum við á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Í dag munum við hins vegar loka verslun okkar á Akureyri allan daginn en frá kl. 12:00 verður lokað í verslun okkar í Kringlu.

Við verðum til taks á netspjallinu, nova.is og verslanir okkar í Lágmúla, Smáralind og Selfossi verða opnar, þó ekki verði fullskipað lið.

ELSKUM ÖLL JAFNRÉTTI.

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO