Dansgólfið

24. mars 2021

Nova X Íslensku tónlist­ar­verð­laun­in

Stærsti skemmtistaður í heimi væri ekkert án tónlistar. Frá upphafi hefur Nova stutt við íslenska tónlist með vinatónum, tonlistinn.is, ótal tónleikum og ótrúlegum viðburðum. Nova hefur dansað með tónlistinni í mörg ár og heldur áfram að koma nýjum danssporum á gólfið!

Nova er aðal stuðningsaðili Íslensku tónlistarverðlaunanna og í ár var ákveðið að fella niður öll gjöld vegna innsendinga til verðlaunanna. Gróskan í íslenskri tónlist hefur verið ótrúleg þrátt fyrir undarlega tíma og fjöldinn allur af hæfileikafólki hefur gefið út tónlist sem við höfum dansað við og notið síðasta árið til að halda gleðinni gangandi.

Öll met voru slegin í innsendingum þetta árið en um 1200 innsendingar bárust í formi platna, tónverka, viðburða, einstaklingsverðlauna, myndbanda og hönnunar. Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 verða haldin hátíðleg í Hörpu, laugardagskvöldið 17. apríl og sjónvarpað verður frá verðlaunakvöldinu í beinni útsendingu á RÚV klukkan 21:00. Uppskeru tónlistarársins 2020 verður þá heldur betur fagnað

Næstu vikur munum við baða okkur í íslenskri tónlist og við getum ekki beðið eftir því að njóta, hrópa húrra og spila íslenska tónlist!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri