Dansgólfið

12. feb 2020

Ný stjarna á vetr­ar­braut­inni!

Ný stjarna á vetrarbrautinni!

Samsung Galaxy S20 er mættur í forsölu, tryggðu þér eintak hér!

Samsung Galaxy S20 er nýjasta nýtt frá Samsung. Það eru þrír símar sem hægt er að velja á milli, S20, S20+ og S20 Ultra. Það var tekið hástökk í nafnavali svo við förum úr S10 beinustu leið í S20. Nú er spurning hvort það sé verið að gefa til kynna að S20 sé helmingi betri en fyrri sími, en við ætlum einmitt að að fara yfir það hér fyrir neðan ásamt því að fjalla stuttlega um Samsung Z Flip sem er sannkölluð snjallloka.

Hraður, skilvirkur og sterkbyggður

Síminn er smekkfullur af öllu því besta og nýjasta sem völ er á. Frábær örgjörvi í samspili við mikið innra minni og vel útfærðum hugbúnaðarlausnum skila þér mögnuðum hraða og vinnslu sem erfitt er að toppa. Svo þú getur þotið áhyggjulaus á milli smáforrita á ofurhraða.

Samsung S20 myndavél

Þreföld ánægja

Síminn skartar frábærri myndavél að aftan með þremur linsum sem vinna vel saman. Þökk sé nýrri tækni er hægt að taka betri myndir úr fjarska, við minni birtuskilyrði og með ótrúlegum stöðuleika. Svo það er allt í lagi að vera með skjálfandi hendur í myrkrinu, þú endar ábyggilega með glæsilega mynd.

Samsung S20 skjár

Kristaltær skjár

Síminn er með frábæran Dynamic AMOLED skjá sem skilar kristaltærri upplausn og fallegum litum. Skjárinn er 120hz sem þýðir það að hann endurnýjar myndina á skjánum 120 sinnum á sekúndu. Allt sem þú gerir í símanum, hvort sem það er að horfa á myndbönd, vafra um á netinu eða spila tölvuleiki, gengur snurðulaust fyrir sig og ekkert ætti framhjá þér að fara.

Endingargóður og gjafmildur

Rafhlaðan hefur verið betrumbætt og skilar hún nú betri og lengri rafhlöðuendingu og að sjálfsögðu getur þú deilt henni með öðrum í kringum þig því síminn virkar sem þráðlaus hleðsla, hvort sem þú þarft að hlaða snjallúrið þitt, heyrnartól eða aðstoða rafhlöðulausann vin.

Samsung S20 sterkur

Tilbúinn í framtíðina

Eitt er fyrir víst að tæknin hættir aldrei að þróast og símar verða að þróast í takt við hana. Þessi sími styður 5G sem er næsta kynslóð farsímanets sem styður margfaldan hraða en þann sem við þekkjum í dag. 5G prófanir eru í gangi hjá Nova og munum við geta boðið uppá þessa þjónustu í framtíðinni.

Vertu með þeim fyrstu að næla í eintak og vertu með það nýjasta á vetrarbrautinni.

Tæknital

S20 og S20+ eru í raun mjög svipuð tæki nema skjárinn á S20+ er 6,7“ í staðin fyrir 6,2“ og þar af leiðandi einnig með 4500 mAh rafhlöðu í stað 4000 mAh sem skilar svipaðari rafhlöðuendingu og að sjálfsögðu með 5G stuðning. Báðir símar eru með 128GB minni og 8GB RAM sem vinnur einstaklega vel saman með Exynos örgjörvanum og skilar miklum hraða og góðri vinnu.

Myndavélin er með 3 linsum 12mp 26mm víðlinsu með f/1,8 ljósopi, 64mp aðdráttarlinsu með f/2,0 ljósopi og 30x aðdráttarafli og svo að lokum 12 13mm últravíðlinsu með f/2,2 ljósopi. Samspil þessa linsa gerir þér kleift að taka magnaðar myndir og myndbönd (8K) við öll skilyrði í ótrúlegum gæðum. Framan á tækinu er svo 12mp 26mm, 1.22µm víðlinsa fyrir frábærar sjálfur. Báðir símar eru svo með 128GB geymslupláss með SD kortastuðning og 8G RAM.

S20 Ultra er með sama skjá og hinir S20 símarnir nema að hann er með 6,9“ skjá og töluvert stærri 5000 mAh rafhlöðu sem skilar lengri rafhlöðuendingu, 5G stuðning, sama 128GB minninu en með 12GB RAM sem skilar töluvert betri vinnslu. Myndavélarnar bæði framan og aftaná eru sömuleiðis betri en myndavélin er með 4 linsur, 108mp 26mm víðlinsa með f/1,8 ljósopi, 48mp 102mm aðdráttarlinsa með f/3,6 ljósopi, 1/2“, 0.8µm með 100x aðdráttarafli, 12mp 13mm ofurvíðlinsa með f/2,2 ljósopi 1.4µm og svo að lokum 0,3mp TOF 3D linsa fyrir dýpt. Framan á símanum er svo 40mp víðlinsa með f/2,2 ljósopi fyrir frábærar sjálfur.

Vissir þú að það er hægt að bera saman síma inná síðunni okkar? Það er mjög einfalt, þú einfaldlega velur símann sem þú hefur áhuga og smellir á 'bera saman farsíma'.

Samsung Z Flip er sannkölluð snjallloka

Samsung kynntu einnig til leiks Galaxy Z Flip sem er nýi snjalllokusíminn frá þeim. Eftir misgóðar umfjallir um Galaxy Fold virðist Samsung vera búið að yfirstíga flest ef ekki öll vandamál sem hrjáði Fold nema kannski verðið. Óvíst er um hvort þessi flotti sími verður í boði á Íslandi enn sem komið er en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

Samsung Z Flip er með Dynamic AMOLED skjá sem eins og S20 skilar skörpum litum og djúpum svörtum lit. Það er kannski ekki það merkilegast við skjáinn þar sem þetta er jú snjalllokusími og leggst hann saman. Þegar síminn er lokaður er 1.1“ upplýsingaskjár framan á honum en galdrarnir gerast þegar þú opnar hann þar sem mætir þér 6,7“ skjár í allri sinni dýrð.

Að leggja saman skjá er eitt og sér ótrúlegt afrek og hefur Samsung lagt ótrúlegan tíma og peninga í þróun á bæði skjánum og lömunum sem brjóta símann saman en þeir segja að þær séu algjörlega vatns- og rykheldar með einstaklega góðri endingu.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova