Dansgólfið

31. jan 2019

Nýtt hjá Nova - App sem þarf!

Lengi getur gott batnað!

Við erum enn í skýjunum og stútfull af takklæti yfir að hafa fengið það staðfest síðastliðinn föstudag að við eigum enn ánægðustu viðskiptavinina og höfum átt núna í TÍU ár í röð. En við vitum líka að það er alltaf hægt að gera betur. Þess vegna viljum við færa ykkur flunkusplunkunýja og miklubetrumbætta útgáfu af Nova appinu!

6NHBx5dqvbmpaUhPZq2IS8

Það helsta sem er nýtt í þessari útgáfu er þetta:

  • Öll númer og netþjónustur á einum stað.
  • Auðveldari Frelsis áfyllingar. Appið man öll númer sem fyllt er á.
  • Hægt er að sækja nýjar þjónustur með einföldum hætti.
  • Hægt er að velja ensku sem tungumál.

Svo getið þið auðvitað alltaf fylgst með notkun, fyllt á frelsið, sótt nýjustu 2 fyrir 1 tilboðin og látið vini ykkar heyra það með nýjustu Vinatónunum.

Android notendur athugið: Gamla Nova appið uppfærist ekki heldur er þetta nýtt Nova app sem kemur í stað þess gamla. Því þarf að sækja nýja appið með því að leita að „Nova Iceland“ í Android Play store (eða smella hér) og eyða gamla appinu.

iOS (Apple) notendur athugið: Nýja Nova appið uppfærir gamla appið og því er nóg að sækja uppfærslu með því að leita að „Nova Iceland“ á App store (eða smella hér).

Verið alltaf með Nova appið við hendina, það er app sem þarf!

Mynd af Magnús Árnason
Magnús Árnason
Markaðsstjóri