Dansgólfið

23. mars 2023

Nýtt í NovaTV!

NovaTV er alltaf að setja markið hærra og bæta sig Það er ótrúlega gaman að geta látið vita af því að frábær þjónusta er orðin enn betri!

Notendaupplifunin er orðin betri og aldrei verið eins auðvelt að ferðast um appið og horfa á það sem þú vilt!

Við viljum meina að nýjungarnar í appinu skiptist í þrjá stórskemmtilega flokka!

Endurbætt forsíða!

Á forsíðunni höfum við dregið saman það helsta sem við höldum að þú munir vilja sjá. Vinsælustu þáttaraðirnar hverju sinni, og auðvitað vinsælustu kvikmyndirnar líka, og svo hinn nauðsynlegi fítus "Haltu áfram að horfa" sem gerir það að verkum að þú þarft bara að setjast niður, opna NovaTV og smella á einn takka til að halda áfram þar sem frá var horfið!

Ný RÚV síða!

Auk þess er komin glæný yfirlitssíða fyrir RÚV sem svipar til flokkanna sem við þekkjum úr RÚV appinu, svo þar getur þú verið með nákvæmlega sömu virkni auk allra hinna frábæru kostanna sem NovaTV hefur upp á að bjóða!

Safnið endurbætt!

Að lokum höfum við tekið Safnið okkar á NovaTV í gegn. Nú bjóðum við upp á þáttaraðir á hverri stöð ásamt því að bæta við skemmtilegum flokkum eins og Gaman, Raunveruleika, Drama á Stöð 2 og Sjónvarpi símans. Það ættu því öll að finna sér eitthvað við sitt hæfi!

Leggjum myndlykilinn á hilluna, og förum saman inn í framtíðina með snjallari lausnir!

Vissir þú að..?

Þú getur valið þínar uppáhaldsstöðvar til að birtast fremst á NovaTV!

Þú getur smellt á „play“ hnappinn í AppleTV appinu á stöðvum á forsíðu og byrjað að horfa strax. Sleppum öllum aukasmellunum!

Þú getur núna kveikt á texta á RÚV, NRK1 og NRK2!

Þú getur séð yfirlit yfir áskriftirnar þínar, verslað nýjar stöðvar og allt þess á milli í Stólnum á nova.is

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri