Dansgólfið

28. ágúst 2023

Olifa bætist við MatarKlipp-flór­una!

Olifa La Madre pizzeria hefur nú bæst við þá veitingastaði sem er hægt að nota MatarKlipp á. Þess vegna getur þú barasta skoppað á næsta Hopp hjól, brunað í góða veðrinu beinustu leið á Olifa og gætt þér á dýrindis Pizza in pala, beint úr ofninum!

MatarKlipp virkar þannig að þú ferð í Nova Appið og kaupir þér MatarKlipp. Klippið þitt fer svo í Vasann í Nova Appinu. Þegar þú ferð út að borða þá gleypirðu í þig girnilega rétti á frábærum díl og lætur svo skanna MatarKlippið þegar þú ferð að borga.

Pizzur

MatarKlipp eru fjögur klipp á 7.990 kr., sem þýðir að þú færð máltíðina á 1.998 kr. sem er svo sannarlega bragðbesti díllinn í bænum!

Mynd af Sigurjón Rúnar Vikarsson
Sigurjón Rúnar Vikarsson
Vörustjóri FyrirÞig