Dansgólfið

30. nóv 2018

Risa­eðl­un­um fer sífellt fækkandi!

Nova leiðir stóraukna samkeppni á ljósleiðaramarkaðnum

  • Helmingur heimila á Íslandi með ljósleiðara
  • Nova er með um 15% markaðshlutdeild í ljósleiðara
  • 2.700 heimili hafa sagt upp myndlyklinum

Þetta má lesa úr nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar yfir íslenska fjarskiptamarkaðinn fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2018. Í dag eru rétt um helmingur heimila á Íslandi með ljósleiðara og hefur viðskiptavinum Nova fjölgað hratt og er Nova með um 15% markaðshlutdeild í ljósleiðara. Notendum með myndlykla hefur svo sannarlega fækkað því myndlyklum hefur fækkað um 2.700 (2.6%) og heimasímum fækkar um 5.600 (4%) samkvæmt skýrslunni um en Íslendingar borga rúma 2.000 milljónir í myndlyklagjöld á ári.

Nýjustu tölur sýna að miklar breytingar hafa orðið á ljósleiðarahluta þessa markaðar sl. 1-2 ár og innkoma Nova á íslenskan netþjónustumarkað hefur breytt miklu. Nova hóf í apríl 2016 að bjóða upp á ljósleiðaratengingar og með ljósleiðara kjósa sífellt fleiri heimili að horfa á sjónvarpið yfir netið og sleppa myndlyklinum.

Við teljum að framtíð sjónvarps sé á netinu og það eina sem þú þarft í dag til að horfa á sjónvarp sé öflug háhraða nettenging. Með Nova TV einföldum við aðgengi að öllum opnu innlendu stöðvunum á einum stað og fólk getur hætt að greiða mánaðargjald af myndlyklum. Samkvæmt tölum Póst og fjarskiptastofnunar eru núna rétt um eitt hundrað þúsund myndlyklar í notkun hér á landi. Sé horft til þess hvað er verið að rukka fyrir leigu á myndlyklum þá eru Íslendingar að borga rúma tvo milljarða króna á ári í myndlyklagjöld. Það er algjör óþarfi og með þessari þjónustu þá viljum við brjóta upp fákeppnina sem hefur verið í leiðum til að nálgast sjónvarpsefni í opinni dagskrá á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að fólk sé ekki eins og risaeðlur þegar kemur að tækninni. Nova TV er fyrir alla sem vilja ekki vera risaeðlur, vilja horfa á sjónvarpið í gegnum netið og spara sér hellings pening í leiðinni.

Nova með yfirburði í notkun gagnamagns í farsímum

Viðskiptavinir Nova notuðu 53,8% alls gagnamagns í farsímum á Íslandi.

  • Nova er stærsta farsímafyrirtæki landsins með 34,8% markaðshlutdeild
  • Viðskiptavinir Nova nota farsímann sinn að meðaltali mun meira en aðrir og áberandi mest þegar kemur að netnotkun
  • Viðskiptavinir Nova notuðu 53,8% alls gagnamagns í farsímum á Íslandi fyrri hluta árs

Nova er skv. skýrslunni stærsta farsímafyrirtæki landsins með 34,8% markaðshlutdeild í fjölda viðskiptavina. Samkvæmt skýrslunni voru 423.266 símkort í notkun á Íslandi.

Þá notuðu viðskiptavinir Nova farsímann sinn að meðaltali mun meira en viðskiptavinir annarra símafyrirtækja en þó áberandi mest þegar kemur að netnotkun.

Viðskiptavinir Nova notuðu rúman helming (53,8%) alls gagnamagns í farsímum á Íslandi á fyrri hluta ársins 2018 og er netumferðin á 4,5G kerfi Nova margfalt meiri en hjá samkeppnisaðilum en að meðaltali nota viðskiptavinir Nova tvöfalt gagnamagn samanborið við samkeppnina.

Ef markaðurinn er skoðaður út frá símkortum sem fara í annað en farsíma t.d. 4G punga, iPad og box þá er markaðshlutdeild Nova 25,2% í fjölda viðskiptavina en 61,2% í netnotkun.

Þessar tölur sýna yfirburði Nova í 4,5G farsíma- og netþjónustu hér á landi. Nova hefur verið leiðandi þegar kemur að innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Fyrirtækið setti upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hóf 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja og þann 10.10.2017 setti félagið fyrstu 4,5G sendana í loftið. Hver ný kynslóð fjarskiptakerfa hefur haft í för með sér margföldun á hraða. 4,5G fjarskiptakerfi Nova hefur t.a.m þrefaldað nethraða notenda að meðaltali frá 4G og þannig breytt notkunarmöguleikum farsíma, úrvali smáforrita og annarra samskipta. Ný öflugri fjarskiptakerfi ryðja brautina og gera nýjar framfarir mögulegar.