Dansgólfið

5. ágúst 2020

Frábærar nýjungar frá Samsung

Suður Kóreski tæknirisinn Samsung var rétt í þessu að ljúka kynningu sinni Galaxy Unpacked. Þúsundir manna fylgdust spenntir með í gegnum veraldarvefinn þegar Samsung kynnti alla sína frábæru nýjunga sem væntanlegir eru á næstu vikum.

Samsung var ekkert að spara púðrið og tilkynnti fimm ný tæki sem við ætlum að rúlla lauslega yfir. Það var enginn vafi á að Samsung Galaxy Note20 síminn var klárlega skærasta stjarnan á vetrarbrautinni. Note 20 er einmitt kominn í forsölu í vefverslun Nova og er væntanlegur í almenna sölu 21. ágúst.

note20-blogg-simar

Eins og áður kemur Note í tveim útfærslum, Note20 og Note20 Ultra og eru þeir vægast sagt glæsilegir. Báðir símarnir eru einstaklega kraftmiklir, hvort sem þú ert að nota hann í vinnu eða leik.

Exyon 990 örgjörvi og gífurlega öflugt innra minni skilar ótrúlegum hraða og góðri vinnslu hvort sem þú ert að spila uppáhalds tölvuleikinn þinn eða vinna í þungum öppum.

Símarnir eru báðir með stórri og endingargóðri rafhlöðu ásamt því að styðja ofurhraðhleðslu þráðlausa og með snúru. Þeir eru einnig með innbyggða þráðlausa hleðslu svo þú getur hlaðið annan síma, snjallúr eða heyrnartól á Note20 símanum þínum!

Símarnir eru hannaðir fyrir fólk á ferðinni og eru með innbyggðri Dex tækni frá Samsung sem gerir þér kleift að tengja símann þinn við skjá. S-Penninn sem fylgir er svo einstaklega þægilegur í notkun hvort sem þú ert að glósa, stjórna kynningu eða nota hann sem fjarstýringu til að taka myndir.

Hér er hægt að bera símana saman.

Ultra síminn er töluvert betra tæki sem skilar sér í hærra verði. Helsti munurinn á þeim er sá að skjárinn er töluvert betri, hann er bæði stærri og 120hz á móti 60hz. Þetta þýðir að skjárinn endurnýjar myndina á skjánum 120 sinnum á sekúndu á móti 60 sinnum. Ultra síminn er með SD kortarauf (styður 1TB) og 12GB innra minni á meðan Note20 er með 8GB, meira innra minni skilar sér í betri vinnslu.

Ef þú tryggir þér tækið í forsölu á nova.is færðu frábæran kaupauka frá Samsung! Þeir sem kaupa Samsung Galaxy Note20 fá hin geysivinsælu Samsung Galaxy Buds+ og þeir sem kaupa Samsung Galaxy Note20 Ultra fá nýju Samsung Galaxy Buds Live sem eru einmitt nýju heyrnartólin sem Samsung kynnti til leiks og lofa þau ansi góðu. Þau eru bæði minni og nettari en forverinn Buds+ en eru samt sem áður pökkuð af nýrri tækni eins og t.d. noise cancelation, betri hljómtækni og míkrófónum. Heyrnartólin eru svo væntanleg í sölu á næstu vikum.

note20-kynning-buds

Samsung kynnti einnig til leiks uppfærða útgáfu af Samsung Galaxy Watch, þriðju kynslóðina af þessu frábæra úri. Úrið er með stærri skjá og töluvert betri vélbúnað en samt sem áður minna og nettara. Mikill fókus var settur á heilsu og hreyfingu og er úrið smekkfullt af nýjum skynjurum sem mæla m.a. hjartslátt og súrefni í blóði. Þetta er því frábær græja fyrir þá sem vilja rækta heilsuna.

Galaxy Tab S7 var kynnt til leiks, betri vélbúnaður og skjár sem skilar sér í enn betri vinnslu og upplifun í einu og öllu. Síminn Samsung Galaxy Fold Z 2 var einnig kynntur en hann verður með stærri og betri skjá og endurbættri hönnun sem skilar sér í sterkari og endingarbetri síma, við fáum að vita meira um þennan síma og hinar græjurnar á næstu vikum og hlökkum til að segja ykkur frá þeim.

Mynd af Sigurður Helgi Harðarson
Sigurður Helgi Harðarson
Innkaupastjóri Nova