Dansgólfið

28. okt 2022

Símalaus Sunnu­dag­ur

Fótspor geta verið stór og smá, umhverfisleg og andleg. Fótspor Nova í samfélaginu er að litlu leyti umhverfislegt, en meira vegna ofnotkunar og óábyrgrar notkunar á snjallsímum og samfélagsmiðlum. Við höldum andlegri velferð og vellíðan hátt á lofti og gerir það undir nafninu Geðrækt. Farsíminn og internetið eru nauðsynleg tæki en óhófleg notkun á sér dimmari hliðar, eins og með margt annað. Snjallsímar eiga nefnilega að einfalda okkur lífið og gera það skemmtilegra, en þeir eiga ekki að taka það yfir! Núna stendur yfir frábært átak sem heitir Símalausa sunnudagur þar sem öll eru hvött til að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir. Við hvetjum fólk til að staldra við, líta upp úr skjánum, slökkva á netinu og njóta þess sem lífið og raunveruleikinn hefur upp á að bjóða. Hér eru nokkrar hugmyndir að símalausri afþreyingu! Farðu í fjallgöngu, fáðu púlsinn af stað og andaðu að þér ferska loftinu. Farðu í sund og finndu allt stress skolast af þér. Farðu í Rush og gleymdu þér í hoppinu. Farðu í miðbæinn, nældu þér í kaffi og ráfaðu um. Grafðu upp borðspil og settu keppnisskapið á fulla ferð með fjöllunni eða félögunum. Sökktu þér ofaní eitthvað sem þér hefur alltaf langað til að læra. Kíktu í heimsókn til einhvers sem þú hefur ekki hitt lengi. Við skorum á þig að skilja símann eftir heima og eiga Símalausan sunnudag!

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri